is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2776

Titill: 
  • Okurhugtakið í samkeppnisrétti
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um a-lið 2. mgr. 11. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Í upphafi er gerð grein fyrir þýðingu þess að verðlag sé sanngjarnt og þá staðreynd að íslenskt samfélag hafi gegnum tíðina einkennst á einn eða annan hátt af því að verslunarhættir færu talsvert í bága við það sem sanngjarnt getur talist. Rakinn er aðdragandi og þróun samkeppnisréttar, raunar frá fornu fari og fram á okkar tíð. Þróun íslensks samkeppnisrétter eru gerð lítillega skil og aðdragandi að setningu 11. gr. samkeppnislaga og bent á uppruna og ástæður. Gildandi rétti eru því næst gerð einhver skil. Reynt er að draga fram þau álitaefni sem tengjast því hversu erfitt er að skilgreina jafn matstkennt hugtak og ósanngjarnt kaupverð getur orðið. Stuðst er við kenningar fræðimanna í bland við þá dóma og úrskurði sem tiltækir eru um efnið í skilningi, aðallega, a-liðar 82. gr. Rómarsáttmála, enda er hún efnislega sú sama og a-liður 11. gr. samkeppnislaga. Eftir megni er reynt að skilgreina þau hugtök sem nauðsynlegt er að kunna skil á og gegna lykilhlutverki í meðferð ákvæðisins í okurmálum. Helstu form markaðar eru dregin upp og reynt að setja í samhengi við hvaða þýðingu þau hafa fyrir samkeppni, ekki síst frá sjónarhorni neytenda. Farið er yfir helstu álitaefni og niðutstöður úr dómaframkvmd og úrskurðum EB dómstóls, Framkvæmdastjórnarinnar og samkeppnisyfirvalda aðildarríkja EB. Síðan er farið í að skilgreina hvað er misnotkun á markaðsráðandi stöðu og hvaða atriði þurfa að liggja fyrir áður en hægt er að draga fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu undir smásjá okurákvæðis a-liðar 2. mgr. 11. gr. samkeppnislaga. Dómaframkvæmd er greind og helstu niðurstöður dregnar saman og reynt að finna út hvar og hvernig líklegast sé að beiting ákvæðisins geti verið raunhæf. Að lokum er svo reynt að skoða heildrænt þá stöðu sem ákvæðið býr við og hverjar horfur eru um framtíð þess og hvort og hversu það virkar í samkeppnislegu sjónarmiði. Niðurstaðan er á þá leið að rétt sé að hafa ákvæðið óbreytt í lögum enda virki það með einum eða öðrum hætti hvað sem dómum EB dómstóls líði.

Samþykkt: 
  • 25.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2776


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2009 Okurhugtak fixed.pdf543.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna