is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27761

Titill: 
  • Einmanaleiki meðal eldri borgara. Tengsl við aðstoð, hjúskaparstöðu, fjárhag og félagslíf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Félagstengsl eru eldri borgurum mikilvæg og geta meðal annars komið í veg fyrir einmanaleika. Með auknum aldri má búast við skorti á þessum félagstengslum, með hættu á auknum einmanaleika. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvaða þættir spá fyrir um einmanaleika meðal eldri borgara. Notast var við ný gögn úr könnuninni „Hagir og líðan eldri borgara“, sem Félagsvísindastofnun framkvæmdi árið 2016. Mæld voru ferns konar tengsl við einmanaleika; tengsl aðstoðar, hjúskaparstöðu, fjárhagsstöðu og þátttöku í félagslífi. Þátttakendur voru 1028 eldri borgarar á bilinu 67-97 ára. Niðurstöður sýna að eftir því sem eldri borgarar þurfa meiri aðstoð á heimili og við ferðir, því meiri einmanaleika upplifa þeir. Fráskildir og þeir sem eru skildir að borði og sæng upplifa mestan einmanaleika. Þeir fjárhagslega verst settu greina frá mestum einmanaleika. Þeir sem hitta annað fólk á hverjum degi og þeir sem taka þátt í félagsstarfi öðru en félagsstarfi eldri borgara upplifa minnstan einmanaleika. Huga þarf sérstaklega af þörfum þess hóps eldri borgara sem eru í hættu á upplifun einmanaleika sökum fjárskorts, skorts á tengslaneti, virkni og aðstoðar frá nánustu og heilsubrests.

Samþykkt: 
  • 1.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27761


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EddaSolveigThorarinsdottir_BSverkefni.pdf569.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
EddaSolveig_Kapa.pdf398.65 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
EddaSolveigThorarinsdottir_yfirlysing.pdf308.95 kBLokaðurYfirlýsingPDF