is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27762

Titill: 
 • Framkvæmd líkamsmats hjúkrunarfræðinga á bráða- og gjörgæsludeildum Landspítala
 • Titill er á ensku The use of physical assessment by nurses in the emergency department and intensive care units at Landspítali
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Undanfarin ár hafa kröfur um að hjúkrunarfræðingar framkvæmi líkamsmat aukist. Sýnt hefur verið fram á að með reglulegu líkamsmati, þ.e. skoðun, þreifingu, hlustun og banki, megi bera kennsl á breytingar á líðan og ástandi sjúklinga.
  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna umfang notkunar hjúkrunarfræðinga á líkamsmati á Bráðadeild (G2) og gjörgæsludeildum (12B og E6) á Landspítala. Samhliða að skoða hvort notkun hjúkrunarfræðinga á líkamsmati væri breytileg eftir einstökum þáttum þess.
  Rannsóknin var megindleg og stuðst var við lýsandi tölfræði. Spurningalisti með 16 spurningum var sendur með tölvupósti til allra starfandi hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarfræðinema (n=231) á bráða- og gjörgæsludeildum Landspítala. Spurningarnar voru valdar út frá niðurstöðum rannsóknar Douglas og félaga (2015). Þátttakendur fengu tvær vikur til að svara og svarhlutfall var rúmlega 23% (n=54).
  Í niðurstöðum kom fram að sjö þættir líkamsmats voru notaðir áberandi meira en aðrir, en yfir 80% þátttakenda framkvæmdu þá þætti oft (u.þ.b. á 2 - 5 vakta millibili) eða reglulega (u.þ.b. á hverri vakt). Allir þátttakendur mátu gæði öndunar oft eða reglulega og rúmlega 96% mátu meðvitund og þreifuðu útlimi m.t.t. bjúgs og hita oft eða reglulega. Rúmlega 94% þátttakenda mátu áttun, vitsmunastarfsemi og litarhátt húðar oft eða reglulega, rúmlega 85% þreifuðu púlsa á útlimum og rúmlega 81% mátu sjáöldur/augu oft eða reglulega. Munur kom fram á notkun ákveðinna þátta líkamsmats milli deilda, þ.e. á lungnahlustun, mati á munnholi og hlustun á kviðarholi. Ekki kom fram mikill munur á öðrum þáttum. Að auki virtist starfsaldur ekki hafa áhrif á hversu oft hjúkrunarfræðingar framkvæmdu líkamsmat.
  Af niðurstöðum má álykta að hjúkrunarfræðingar á Landspítala séu að framkvæma mikilvæga þætti líkamsmats. Þeir þættir líkamsmats sem spá fyrir um versnun á ástandi sjúklinga voru almennt mikið notaðir, þar á meðal mat á gæðum öndunar. Mismunandi starfsemi deildanna gæti skýrt muninn á notkun einstakra þátta líkamsmats.
  Lykilorð: Líkamsmat, mat, klínísk færni, hjúkrunarfræði.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years, there has been an increased demand on nurses to use physical assessment. It has been demonstrated that through regular use of physical assessment, i.e. inspection, palpation, auscultation and percussion, it is possible to identify change in patient’s emotional and physical condition.
  The objective of this study was to evaluate to which extent physical assessment is used by registered nurses in the emergency department and intensive care units at Landspítali. In addition, examine whether individual physical assessment skills were practiced more than others.
  The research method employed was quantitative and used descriptive statistics. A questionnaire with 16 questions was sent to all practicing nurses and nursing students in the three units (n=231). The questions were based on findings from a similar research conducted by Douglas et al. (2015). Participants were given two weeks to respond and the response rate was just over 23% (n=54).
  The results demonstrated that seven physical assessment skills were used more frequently than others, with over 80% of participants executing them often (about once every 2 – 5 shifts) or regularly (about once per shift). All participants evaluated the quality of breathing often or regularly and over 96% evaluated consciousness and palpated extremities for temperature and oedema often or regularly. Over 94% evaluated orientation, cognitive functions and skin colour often or regularly, over 85% palpated for pulses and over 81% evaluated pupils often or regularly. A difference regarding the use of certain physical assessment skills was demonstrated between the units, i.e. auscultation of the lungs, evaluation of the oral cavity and auscultation of the abdomen. No significant difference was demonstrated for other skills. Work experience did not seem to influence how often the participants used physical assessment.
  In conclusion, it seems that nurses at Landspítali are using key physical assessments skills. The skills that predict deterioration of patient‘s physical condition were most used, including evaluation of the quality of breathing. Different functions of the units might explain the difference in use of certain skills.
  Keywords: Physical assessment, assessment, clinical skills, nursing.

Samþykkt: 
 • 1.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27762


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Framkvæmd líkamsmats hjúkrunarfræðinga á bráða- og gjörgæsludeildum Landspítala.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.png69.63 kBLokaðurYfirlýsingPNG