is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27766

Titill: 
 • Úthlutun verkefna, mönnun og skipulagsform á hjúkrunarheimilum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Rannsóknir sýna að ástand mönnunar á hjúkrunarheimilum fer versnandi. Mönnun fylgir ekki hækkandi hjúkrunarþyngdarstuðli, mikið vinnuálag er á starfsfólki og undirmönnun er viðvarandi. Skortur er á hjúkrunarfræðingum á Íslandi, en skorturinn er mestur á öldrunarstofnunum. Á hjúkrunarheimilum starfar lágt hlutfall hjúkrunarfræðinga og hátt hlutfall ófaglærðra starfsmanna sem hefur áhrif á skipulagsform hjúkrunar og eykur kröfur til hjúkrunarfræðinga um úthlutun verkefna til sjúkraliða og ófaglærðs starfsfólks.
  Tilgangur: Tilgangur verkefnisins var að kanna á hvaða hátt mönnun og samsetning mönnunar hefur áhrif á úthlutun verkefna og hvaða skipulagsform hjúkrunar er valið á hjúkrunarheimilum. Jafnframt var tilgangurinn að kanna hlutverk hjúkrunarfræðinga við úthlutun verkefna á hjúkrunarheimilum og af hverju úthlutun verkefna er mikilvæg innan þeirra.
  Aðferðir: Heimildaleit var gerð í rafrænu gagnagrunnunum PubMed, Chinal og Google Scholar þar sem leitað var ritrýndra heimilda. Leitin var takmörkuð við íslenskar og enskar heimildir frá árunum 2007-2017, en auk þess var notast við bækur og eldri heimildir ef þær vörpuðu ljósi á viðfangsefnið. Höfundar höfðu einnig samband við hjúkrunarstjórnendur hjúkrunarheimila á höfuðborgarsvæðinu í þeim tilgangi að afla upplýsinga um skipulagsform hjúkrunar á íslenskum hjúkrunarheimilum.
  Niðurstöður: Niðurstöðurnar sýndu að mönnun og samsetning mönnunar er veigamesti þátturinn þegar kemur að því að ákveða hvaða skipulagsform hentar best á hjúkrunarheimilum. Við val á skipulagsformi hjúkrunar á hjúkrunarheimilum taka hjúkrunarstjórnendur tillit til þess að fáir hjúkrunar-
  fræðingar eru starfandi þar og megin uppistaða mönnunar eru ófaglært starfsfólk, sem þarfnast mikillar leiðbeiningar og stýringar hjúkrunarfræðinga. Til þess að faglegar kröfur hjúkrunar nái að rúmstokki hvers heimilismanns urðu hjúkrunarfræðingar að úthluta stórum hluta hjúkrunarverkefna til annarra umönnunaraðila. Úthlutun verkefna er mikilvæg á hjúkrunarheimilum til þess að minnka hlutverkarugling starfsmanna og til þess að koma í veg fyrir óframkvæmda hjúkrun.
  Ályktun: Til að tryggja gæði í hjúkrunarþjónustu á hjúkrunarheimilum þarf mönnun að vera fullnægjandi. Hjúkrunarfræðingar bera ábyrgðarskyldu gagnvart umönnun heimilismanna og þurfa að stýra hjúkrunarþjónustunni og úthluta meginþorra verkefna á sjúkraliða og/eða ófaglærða til að koma í veg fyrir óframkvæmda hjúkrun. Það þarf að vera skýrt hvaða skipulagsformi hjúkrunar er farið eftir og tryggja þarf góða teymisvinnu á hjúkrunarheimilum. Það auðveldar úthlutun verkefna og bætir gæði þjónustunnar.
  Lykilorð: Hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarheimili, úthlutun verkefna, skipulagsform, mönnun, aðstoðarfólk, ófaglært starfsfólk, óframkvæmd hjúkrun, teymisvinna

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Studies reveal that the problem of understaffing in nursing homes is getting more serious, and that current staffing does not meet the more complex needs that residents in nursing homes have, thereby increasing workload. There is a shortage of registered nurses in Iceland, mostly within the field of age care. Nursing homes have a low percentage of registered nurses and a high percentage of assistive personnel, and that affects which model of care is applied in nursing homes. This situation also demands that registered nurses be in management positions and delegate tasks.
  Objective: The aim of this study is to examine in what ways staffing affects the delegation of tasks, and on which model of care is applied in nursing homes. Furthermore, the work will examine the role of registered nurses in the delegation process, and why the delegation of tasks is important in nursing homes.
  Methods: A literature review. Data were mostly sought in the bibliographic databases Pubmed, Chinal and Google Scholar. The search was limited to English and Icelandic language peer reviewed data from the years 2007 to 2017. Also, books on the subject and a few older sources that shed light on the subject were consulted. To gather information on models of care in Icelandic nursing homes, the authors also contacted nursing home managers in the capital area.
  Results: The results revealed that staffing had the most impact when it came to determining which model of care was best suited in nursing homes. When determining the model of care, the nursing managers take into consideration the shortage of registered nurses and the fact that that the personnel mostly consists of assistive personnel, who need considerable guidance by registered nurses. To deliver the professional demands of nursing care to the bedside of every resident, registered nurses needed to delegate a significant amount of nursing care tasks to other caregivers. The delegation of tasks in nursing homes is important to lower the risk of role confusion and to prevent missed nursing care.
  Conclusion: To ensure quality nursing care in nursing homes, staffing must be adequate. Registered nurses are accountable for the care of residents and must both manage the nursing care and delegate a substantial amount of the tasks at hand to assistive personnel to prevent missed nursing care. It has to be clear which model of care is in effect in nursing homes, and efficient teamwork must be ensured, making the delegation of tasks easier, thereby improving the quality of the service provided.
  Keywords: Nurse, nursing home, delegation, model of care, staffing, assistive personnel, missed nursing care, teamwork.

Samþykkt: 
 • 1.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27766


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin_lokaskil_sT-1.pdf679.91 kBLokaður til...01.01.2030HeildartextiPDF
18834356_10155359086552363_1406206910_n.jpg19.23 kBLokaðurYfirlýsingJPG