is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27768

Titill: 
  • Titill er á ensku Wireless Measuring and Broadcasting Unit
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Flutningsvaki er sjálfvirkur búnaður sem skrásetur hverskonar meðhöndlun varningur í flutning verður fyrir ásamt skrásetningu á hitastigi, þrýsting og rakastigi. Í verkefninu er hönnuð og unnin hagkvæm lausn að jaðartæki við Flutningsvaka, sem mun bera nafnið µSproti. Tækið mun hafa þann tilgang að safna hitagögnum og meta á hvort fýsilegt sé að nota 2.4GHz útvarpsbylgjur til að senda gögnin frá µSprota til Flutningsvaka.
    Krafa er gerð um að tækið hafi smáa raunstærð svo auðvelt verði að koma því fyrir með fisk eða öðrum afurður sem senda á úr landi. Tækið gerir fyrirtækjum kleift að fylgjast með hitastigi afurða og geta þar með aukið gæðaeftirlit og haft betri umsjón á vörunni þar til hún berst til byrgja.
    Frumgerðir voru hannaðar og smíðaðar sem safna gögnum frá hitaskynjara og senda þau þráðlaust. Rafrásir voru hannaðar og gerðar á prentplötu, tækin sett saman og bráðabirgða umbúðir prentaðar í þrívíddarprentara.
    Niðurstöður tilrauna gáfu til kynna að 2.4GHz sendarnir geta átt í erfiðleikum með að senda og taka á móti gögnum þegar búið er að koma tækinu fyrir þar sem mikið af hindrunum er í vegi t.d ís, vatn og önnur efni. Rafhlöðuending er átæluð vera þrjár vikur út frá niðurstöðum tilrauna.

Samþykkt: 
  • 1.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27768


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemma_yfirlysing.pdf211,12 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BS%20Thesis%20-%20ÞSK%20-%20SKEMMA.pdf4,95 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna