is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27777

Titill: 
  • Adam eða Eva: Hvar eru konurnar? Kynjaskekkja í viðhorfum til hljóðfæraleikara í djasstónlist
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa sýnt að verk kvenna sem höfundar djasstónlistar séu síður metin að verðleikum heldur en verk karla. Aðrar rannsóknir hafa sýnt mikla skekkju í viðhorfum fólks til hljóðfæravals eftir kyni. Í þessari rannsókn var athugað hvort upplifun fólks á flutningi hljóðfæraleikara í djass væri kynjaskekkt, þ.e. að upplifunin færi eftir því hvort kona eða karlmaður sé sagður vera flytjandi. Þátttakendur í rannsókninni voru 80 alls og helmingur þeirra hlustaði á útgáfu þar sem hljóðfæraleikarinn var sagður karlmaður en hinn helmingurinn hlustaði á útgáfu þar sem kona var sögð vera hljóðfæraleikarinn. Þar að auki voru þátttakendur beðnir um að meta hversu vel sex orð áttu við um flutninginn en orðin voru hefðbundin kvenleg eða karlmannleg lýsingarorð. Niðurstöðurnar sýndu ekki mun á upplifun fólks eftir kyni flytjanda en minniháttar áhrif fundust fyrir lýsingarorðin. Karlkynsflytjandinn var metinn kraftmeiri heldur en konan, sem er í samræmi við skekkju í fyrirfram gefnum hugmyndum um kynin.

Samþykkt: 
  • 2.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27777


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlysing BS.pdf55.13 kBLokaðurYfirlítPDF
FINAL 310517.pdf278.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna