is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27778

Titill: 
  • Samanburður á sagnfræðilegum heimildum og nútíma rannsóknum á Öskjugosinu 1875
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Öskjugosið sem varð dagana 28. – 29. mars 1875, var eitt af öflugustu sprengigosum á Íslandi á sögulegum tíma. Það varði í stuttan tíma, aðeins nokkrar klst, en náði að leggja stóran hluta af Austurlandi á kaf í ösku. Það er þannig með jarðsöguna að allt sem hefur gerst fyrr á tímum getur og mun líklegast gerast aftur einhvern tíma í ókominni framtíð. Það er því gríðarlega mikilvægt að þekkja atburði á við öskjugosið vel. Til eru margar sagnfræðilegar heimildir um gosið, ýmist skráðar í dagbækur eða önnur rit. Þessar sagnfræðilegu heimildir eru mjög góðar til bera saman við nútíma-rannsóknir og styrkja þekkingu okkar á atburðum sem engin getur sagt frá í dag. Verkefnið snýst um að safna saman sagnfræðilegum heimildum, kortleggja þær, bera saman við nútíma rannsóknir og sjá hvernig þeim ber saman t.d. með tilliti til magns öskufalls og hversu langan tíma þetta stóð yfir. Einnig er lagt mat hvernig sagnfræðilegum gögnum ber saman og eru niðurstöður þær að þeim ber almennt vel saman. Töluverður munur getur þó verið á gæðum lýsinga eftir því hvort þær koma úr dagbókum eða lengri frásögnum í bókum. Sagnfræðilegum heimildum ber einnig vel saman við nútímarannsóknir á eðli öskufallsins. Það að skoða þennan atburð út frá þessu sjónarhorni bíður einnig upp á tækifæri til frekari rannsókna í framtiðinni á Öskjugosinu 1875.

Samþykkt: 
  • 2.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27778


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Daniel Þórhallsson_eyðublað.pdf345,2 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BSc lokaverkefni Daníel Þórhallsson.pdf2,76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna