is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27779

Titill: 
  • Áhrif tvítyngis á stýrifærni barna: Samanburður á eintyngdum og tvítyngdum börnum.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tengsl tvítyngis við aukna hugræna eiginleika. Lagt var upp með eftirfarandi rannsóknarspurningu: Búa tvítyngd börn yfir meiri hugrænum sveigjanleika og hafa þau betri hvata- og athyglisstjórn en eintyngd börn? Rannsóknir á tvítyngi sýna að margir kostir fylgja því að kunna annað tungumál en móðurmálið, meðal annars aukinn sveigjanleiki í hugsun, betri hömlunarstjórn og stjórn á athygli. Við spáðum því að tvítyngd börn hefðu meira af þessum eiginleikum en eintyngd börn. Rannsóknin var megindleg og úrtakið hentugleikaúrtak. Þátttakendur voru 31 barn, þar af 55% eintyngd og 45% tvítyngd, í 1.-3. bekk. Gerður var samanburður á frammistöðu tvítyngdra og eintyngdra barna í Símon segir-leik, tvísýnismyndum og þyngri útfærslu af DCCS-verkefni. Niðurstöður leiddu í ljós að tvítyngdir voru marktækt betri í Símon segir-leiknum en eintyngdir. Tvítyngdir stóðu sig einnig betur að meðaltali í hinum mælingunum þó próf hafi ekki reynst marktækt. Niðurstöður okkar studdu þá ályktun að tvítyngd börn kunni að búa við ákveðið forskot í hugrænum efnum miðað við eintyngd börn.

Samþykkt: 
  • 2.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27779


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð-Ásdís-og-Eydís Lokaeintak.pdf981.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf300.84 kBLokaðurYfirlýsingPDF