Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27780
Málefni flóttamanna, hælisleitenda og annarra innflytjenda er um þessar mundir á margra vörum og vekja gjarnan upp sterkar skoðanir. Helsta ástæðan fyrir neikvæðum viðhorfum til þessara einstaklinga er sú ógn við menningargildi og þjóðareiningu heimamanna sem mörgum þykir fylgja þeim. Því fylgir jafnvel ótti við að þeir ætli sér leynt og ljóst að yfirtaka vestræna menningu. Því var kannað í þessari rannsókn hvort samsæriskenndur hugsunarháttur væri einn þeirra þátta sem hefðu áhrif á viðhorf til fyrrnenfndra þriggja hópa. Aðrir þættir á borð við kyn, aldur og afstöðu í stjórnmálum voru einnig kannaðir. Rannsóknin var í formi netkönnunar meðal 686 manna hentugleikaúrtaks (79% kvk) þar sem könnuð voru viðhorf til flóttamanna, hælisleitenda og annarra innflytjenda annarsvegar og tilhneiging til samsæriskennds hugsunarháttar hinsvegar. Niðurstöður leiddu í ljós að þeir sem mældust háir á samsæriskenndum hugsunarhætti höfðu neikvæðari viðhorf til allra þriggja hópa innflytjenda. Einnig mældust karlmenn, eldri einstaklingar og hægri-sinnaðir með neikvæðari viðhorf en aðrir. Ekki reyndist marktækt samband milli aldurs, kyns eða afstöðu í stjórnmálum og samsæriskennds hugsunarháttar. Þar sem niðurstöður sýna að áhrif samsæriskennds hugsunarhátts á þessi viðhorf eru sæmilega sterk gefa þær tilefni til að rannsaka nánar hvað veldur svo sterkum tengslum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS_Friðrik_Heiðrun_prentun.pdf | 625.57 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing.pdf | 31.65 kB | Lokaður | Yfirlýsing |