is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27784

Titill: 
  • Fyrirmyndarnemendur: Hópmiðuð íhlutun í formi leiks til að draga úr óæskilegri hegðun nemenda á miðstigi grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hegðunarvandi í skólum getur haft víðtæk áhrif á gæði kennslu, líðan kennara og námsástundun nemenda. Rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun getur gagnast vel sem forvörn gegn vanda síðar meir á æviskeiði nemandans. Er því mikilvægt að kennarar hafi yfir aðferðum og úrræðum að ráða sem stuðla að jákvæðri hegðun hópsins í heild. Eitt slíkt úrræði, Good Behavior Game (GBG), er hópmiðuð íhlutun í formi leiks, sem hefur það markmið að draga úr hegðunarvanda og auka æskilega hegðun. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga áhrif GBG á hegðun nemenda í kennslustundum. Þátttakendur voru nemendur í 5. bekk í einum grunnskóla á höfuðborgssvæðinu. Notast var við A-B-A vendisnið (e. A-B-A reversal design) til þess að meta áhrif GBG á markhegðun. Markhegðunin var skilgreind sem tal í leyfisleysi og önnur hljóð sem trufluðu vinnufrið. Niðurstöður sýndu að GBG íhlutunin dró úr óæskilegri hegðun nemenda meðan á henni stóð og að hún jókst aftur að íhlutun lokinni. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi þess að beita gagnreyndum aðferðum við snemmtæka íhlutun í skólum landsins.

Samþykkt: 
  • 2.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27784


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-lokauppkast.pdf456.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing bs.pdf866.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF