is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27786

Titill: 
  • Próffræðilegir eiginleikar IUS og IUS-MV í íslenskri þýðingu: Mælitæki sem meta óvissuþol
  • Titill er á ensku The psychometric properties of IUS and IUS-MV in Icelandic translation: Measures that assess intolerance of uncertainty
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða próffræðilega eiginleika mælitækjanna Intolerance of uncertainty scale (IUS) og Intolerance of uncertainty scale-modified version (IUS-MV) í íslenskri þýðingu. Mælitækin meta óvissuþol sem sýnt hefur fram á sterk tengsl við áhyggjur, helsta einkenni almennrar kvíðaröskunar. Fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að próffræðilegir eiginleikar IUS og IUS-MV séu góðir. Tilgáta rannsóknarinnar var að próffræðilegir eiginleikar IUS og IUS-MV í íslenskri þýðingu yrðu góðir, það er með háan áreiðanleika og innra réttmæti. Átta spurningalistar (IUS, IUS-MV, ATQ, ATQ-MV, GAD-7, PHQ-9, PSWQ og SPS) voru lagðir fyrir 349 nemendur í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Niðurstöður voru þær að mælitækin IUS og IUS-MV mældust með háan áreiðanleika og innra réttmæti. Þau mældust með hærri fylgni við mælitæki sem mæla almenna kvíðaröskun (GAD-7 og PSWQ) heldur en mælitæki sem mæla þunglyndi (ATQ, ATQ-MV og PHQ-9) og félagsfælni (SPS). Samleitni- og aðgreiningarréttmæti IUS og IUS-MV var því talið gott og þar af leiðandi má álykta að hugsmíðarréttmæti mælitækisins sé gott. Þáttagreining IUS hefur verið á floti í erlendum rannsóknum en samhliðagreining IUS í rannsókninni gaf til kynna að draga ætti tvo þætti. Samhliðagreining IUS-MV gaf til kynna að draga ætti einn þátt. Þörf er á frekari rannsóknum á þáttabyggingu IUS og IUS-MV. Fyrirlögn mælitækjanna fór fram stuttu fyrir vorpróf í háskólunum og því gætu kvíðamæliskor hafa mælst hærri en á öðrum tímum ársins. Einnig gæti kynjahlutfallið hafa skekkt niðurstöður en konur voru rúmlega tvöfalt fleiri. Áhugaverður framtíðarvettvangur rannsókna á IUS og IUS-MV gæti falist í að meta próffræðilega eiginleika mælitækjanna í klínísku úrtaki.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to assess the psychometric properties of the Icelandic version of Intolerance of Uncertainty Scale (IUS) and Intolerance of Uncertainty Scale-Modified Version (IUS-MV). The measures assess tolerance of uncertainty, a construct that has been shown to have a strong relationship to worry, the main trait of generalized anxiety disorder. Former studies have shown good psychometric properties of IUS and IUS-MV. The hypothesis in this study was that IUS and IUS- MV would have good psychometric properties, that is that the measures would have high reliability and internal validity. The study included 349 students in University of Iceland and Reykjavík University. Participants completed eight measures (IUS, IUS- MV, ATQ, ATQ-MV, GAD-7, PHQ-9, PSWQ and SPS). The results indicate that IUS and IUS-MV had high reliability and internal validity. The measures correlated more strongly to genaralized anxiety disorder measures (GAD-7 and PSWQ) than depression measures (ATQ, ATQ-MV and PHQ-9) and social anxiety disorder measures (SPS). Convergent and discriminant validity was high. Therefore researchers conclude that the construct validity of the measures is acceptable. Factor analysis of IUS has been inconsistent in other studies. In this study the parallel analysis of IUS proposed two factors. Parallel analysis of IUS-MV proposed one factor. Further research on IUS and IUS-MV factor structure is needed. The participants completed the measures shortly before final exams in the universities and therefore it is possible that the anxiety scores were higher than if evaluated at some other timepoints. There were also more female participants which might skew the results. Future researchers should aim to study the psychometric properties of IUS and IUS-MV in a clinical sample.

Samþykkt: 
  • 2.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27786


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Doc-01-Jun-2017-22_30.pdf903.01 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BSverkefni.skil.pdf411.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna