Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27787
Til eru margar rannsóknir sem fjalla um sjálfboðaliðastörf, hvers vegna fólk gerist sjálfboðaliðar og hver viðhorf þeirra eru til starfsins en ekki hefur verið fjallað eins mikið um brottfall. Í þessari rannsókn eru skoðaðar ástæður þess að fólk sækir um sjálfboðastarf hjá Rauða krossinum en gerast ekki virkir sjálfboðaliðar í kjölfarið. Verkefnið var unnið í samstarfi við Rauða krossinn og var spurningalisti hannaður með hliðsjón af erlendu mælitæki ásamt íslenskri rannsókn á sjálfboðaliðum hjá Rauða krossinum. Listinn var sendur á netföng þeirra einstaklinga sem höfðu sótt um hjá þremur deildum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurdeild, Kópavogsdeild og Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeild, og höfðu stöðuna „hætt við umsókn“ í skráningarkerfi Rauða krossins. Tímabil þessara umsókna var frá árinu 2013 til 2016. Af þeim 2322 einstaklingum sem fengu könnunina svöruðu 382 eða 16,5%. Niðurstöðurnar sýndu að helstu ástæður þess að þeir sem sóttu um gerðust ekki virkir sjálfboðaliðar voru að þeir höfðu ekki lengur tíma eða að viðbrögð Rauða krossins við umsókn væru ekki nógu góð. Algengt var að umsækjendur fengu ekki svar og að þeir upplifðu að þeirra krafta væri ekki óskað.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS verkefni - Arna og Guðjón.pdf | 919,07 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 246,14 kB | Lokaður | Yfirlýsing |