is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27788

Titill: 
  • Ofurmömmur á ferð og flugi: Upplifun leiðsögumanna af starfi og samspili þess við fjölskyldulíf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Ferðamálafræðin hefur verið gagnrýnd fyrir skort bæði á rannsóknum þar sem fjallað er um upplifun starfsfólks og einnig þar sem áherslan er á konum. Í þessari ritgerð eru kvenkyns starfsmenn í kastljósinu en viðfangsefnið er upplifun mæðra sem starfa sem leiðsögumenn af starfi og samspili þess við einkalíf. Í fræðilegum hluta ritgerðarinnar er fjallað um tilfinningavinnu, þær breytingar sem hafa orðið á vinnumarkaðnum á síðustu árum og viðhorf til útivinnandi mæðra. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru þrjú einstaklingsviðtöl við leiðsögumenn sem eru mæður og hafa umtalsverða starfsreynslu. Í ljós kom að starf þeirra felur í sér mikið tilfinningalegt álag sem hefur áhrif á einkalíf þeirra og samband við fjölskyldu. Það eru ýmsar forsendur fyrir því að möglegt sé að tvinna saman móðurhlutverkið og starf leiðsögumannsins en konurnar hafa allar mikinn vilja til þess þar sem þeim þykir starfið mjög ánægjulegt. Það sem veitir þeim hve mesta gleði í starfi eru tækifærin sem þær fá til að mynda merkingarbær sambönd við viðskiptavini og gera þeim kleift að upplifa aðstæður sem leiðsögumönnunum sjálfum líður vel í. Það kom þó einnig fram að nauðsynlegt er að bæta réttindi leiðsögumanna á meðgöngu en þau eiga þátt í miklu brottfalli kvenna úr stéttinni eftir barnsburð. Auk þess ættu vinnuveitendur að fræða starfsfólk sitt um tilfinningavinnu og möguleg áhrif hennar en þannig væri mögulega hægt að auka vellíðan fólks í vinnu og einkalífi.

  • Útdráttur er á ensku

    It has been pointed out that there is a lack of research in the field of tourism both where the main focus is on employees and also where women are given prominence. The subject of this essay is the experience of mothers that are professional tour guides so female employees are in the spotlight. The theoretical basis of the research covers discussion on emotional labour, recent changes in the labour market and society’s attitude towards working mothers. A qualitative research was conducted where three female tour guides, all mothers with considerable guiding experience, were interviewed. The results indicate that guiding involves significant emotional stress that affects their private lives. There are certain necessary conditions so guiding and motherhood can be harmonized but the women all had great willingness to do so because they enjoy guiding. What the guides find most delightful about their job is the opportunity to form meaningful relationships with customers and enabling them to experience situations that the guides themselves enjoy. Though, it also became evident that it is necessary to improve the rights of female guides in relation to pregnancy but they influence high elision of women from the field after childbirth. Employers should also inform their employees about emotional labour since that would allow them to be alert to its negative effects which could improve their wellbeing in professional and private life.

Samþykkt: 
  • 2.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27788


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ofurmömmur á ferð og flugi.pdf731.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
HalldoraS_yfirlýsing.pdf85.84 kBLokaðurYfirlýsingPDF