is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27795

Titill: 
 • Titill er á ensku Nutritional status of the elderly after discharge from the acute geriatric unit, a pilot study: Socioeconomic status, food security and food availability
 • Forrannsókn - Næringarástand aldraðra eftir útskrift af öldrunardeild: Félagshagfræðileg staða, fæðuöryggi og fæðuframboð
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Næringarástand, fæðuframboð og fæðuöryggi aldraðra einstaklinga sem útskrifast heim af spítala, er viðfangsefni sem ekki hefur verið rannsakað hér á landi. Það er vitað að næringarástand aldraðra sem liggja inni á spítala er oft slæmt og getur farið versnandi í legunni. Margar mismunandi ástæður eru fyrir því, t.d. vegna ákveðinna sjúkdóma, lystarleysis, slappleika og aukaverkanna lyfja. Rannsóknir erlendis hafa sýnt að næringarástand aldraða geti versnað eftir að heim er komið.
  Markmið:
  1) Meta næringarástand aldraðra eftir útskrift heim af spítala.
  2) Meta fæðuöryggi og fæðuframboð heima, og þætti sem hafa áhrif á það.
  3) Kanna ástand eldhúss og matar sem þátttakendur hafa aðgang að.
  4) Meta mikilvægi næringaríhlutunar fyrir þennan hóp sjúklinga.
  Aðferð: Þversniðs og framsýn rannsókn þar sem þátttakendur voru sjúklingar af bráðaöldrunarlækningadeild, Landspítala Háskólasjúkrahúsi, sem útskrifuðust heim og uppfylltu þátttökuskilyrði. Þátttakendur voru af báðum kynjum á aldrinum 77-93ja ára, 16 skrifuðu undir upplýst samþykki fyrir þátttöku, þrír voru síðar útilokaðir því þeir uppfylltu ekki lengur þátttökuskilyrði, sem var útskrift heim, MMSE (Mini-Mental State Examination) ≥20 og að þeir væru ekki með orkukræfa sjúkdóma. Farið var heim til þátttakenda, (N=13) tvisvar eftir útskrift með viku millibili. Þar voru lagðir fyrir spurningalistar sem snéru að t.d. bakgrunni, félagslegri stöðu, líkamlegri færni, mataræði, aðstoð veitt innan heimilis og utan og fleiri þáttum, ásamt því að líkamsmælingar voru framkvæmdar.
  Niðurstöður: Við útskrift var meðal líkamsþyngdarstuðull þátttakenda 24.7 (±5.1), meðalaldur var 87.7 (±5.6) ár, orkuþörf þátttakenda var metin til þess að vera 2061.6 - 2404.5 kkal/d, og próteinþörfin metin til þess að vera 82.4-103.1 g/d, 53.9% þátttakenda voru karlar. Í fyrri heimsókn til þátttakenda var meðal líkamsþyngdarstuðull 24.1 (±4.8) og í seinni heimsókn til þátttakenda var meðal líkams-þyngdarstuðull 23.8 (±4.7). Fæði og næringarefni voru metin með sólarhringsupprifjun í báðum heimsóknum, var meðal orkuinntaka þátttakenda 759.0 (±183.4) kkal/d. Meðal próteininntaka var 35.1 (±7.5) g/d. Orku- og próteininntaka var of lág fyrir alla þátttakendur miðað við næringar- og prótein þörf þeirra. Fæðuöryggi var oft lélegt ásamt slæmu aðgengi í eldhúsi miðað við skerðingu á athöfnum daglegs lífs og hreyfigetu þátttakenda.
  Ályktanir: Einmannaleiki, depurð, lág innkoma og lítil matarinntekt einkennir þennan hóp. Næringarástand hópsins er slæmt og fæðuöryggi ekki tryggt. Mikilvægt er að finna leiðir til þess að tryggja fæðuöryggi og betri útkomur fyrir þennan hóp fólks sem býr enn heima en er með skerta hreyfigetu og getur því ekki bjargað sér með fullnægjandi hætti. Mikil þörf er á einstaklingsmiðaðri næringarmeðferð frá næringarfræðing eftir útskrift, fræðslu og stuðning til þess tryggja þessum hóp fullnægjandi næringu sem getur dregið úr neikvæðum afleiðingum vannæringar meðal aldraðra, eins og að fækka endurinnlögnum, og auka lífsgæði.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Nutritional status, food supply and food security of community-dwelling elderly that discharge from the hospital, hasn’t been researched in Iceland. It is known, that the nutritional status of hospitalized elderly patients, is often inadequate on admission, and may progressively worsen during hospitalization. There are different reasons for this phenomenon, e.g. certain diseases, loss of appetite, weakness, and side effects from medications. Studies abroad have shown that the nutritional status of the elderly can worsen after discharge from the hospital.
  Aims:
  1) Assess the nutritional status of the participants, community - dwelling elderly.
  2) Assess food security and food supply at home, and the factors affecting it.
  3) Examine the condition of the participants' kitchen, and its food contents.
  4) Evaluate the importance of a nutritional intervention for this group of patients.
  Methods: A cross-sectional study that enrolled community-dwelling elderly participants from the acute geriatric unit, at the National University Hospital of Iceland, that met the inclusion criteria. Participants were of both sexes, ages 77 – 93 years, 16 signed the informed consent form for participation, and three were later excluded as they no longer met the inclusion criteria, i.e. discharge to home, MMSE (Mini-Mental State Examination) score ≥20 and the absence of diseases causing increased energy needs. All participants (N=13), got two home visits a week apart, starting a week from their discharge, at those visits participants answered questionnaires regarding their background, socioeconomic status, physical ability, diet, home- and outside home assistance and body measurements taken.
  Results: At discharge the mean body mass index, of the participants was 24.7 (±5.1), the mean age was 87.7 (±5.6) years, energy needs were estimated to be from 2061.6 – 2404.5 kcal/d, and protein needs were estimated to be 82.4–103.1 g/d, 53.9% of the participants were men. A week from discharge the mean body mass index was 24.1 (±4.8) and two weeks from discharge the mean body mass index was 23.8 (±4.7). Diet and nutrients were estimated with a 24-hour dietary recall method, at the home visits, were the mean energy intake of the participants was 759.0 (±183.4) kcal/d. Mean protein intake was 35.1 (±7.5) g/d. Energy- and protein intake was too low for all, based on energy and protein needs. Food security and accessibility of the participants' kitchen was often of poor quality, especially when compared to their reduced activities of daily life-, and mobility abilities.
  Conclusions: Loneliness, sadness, low income and a low energy- and protein intake is what characterizes this group. Nutritional status of the group is not good and food security inadequate. It is of great importance, to find ways to increase food security and get better outcomes for community-dwelling elderly that have reduced coping skills and in great need for individualized nutritional therapy, education and support from a dietician, during and after hospital stays to insure proper energy and protein intake for them. This could reduce the consequences of malnutrition amongst the elderly, i.e. lower re-admissions rates and increased quality of life.

Samþykkt: 
 • 2.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27795


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemmueintak.pdf1.57 MBLokaður til...01.06.2027HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_.pdf13.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF