Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/27798
Hreint vatn er öllum lífverum jarðar lífsnauðsyn. Því hvílir á okkur sú ábyrgð að viðhalda og vernda það hreina vatn sem við höfum og notum, fyrir jörðina sem heild og komandi kynslóðir. Skylt er að hafa eftirlit með gæðum neysluvatns, m.a. til að koma í veg fyrir að sjúkdómsvaldandi örverur berist í neysluvatn. Afleiðing þess er gjarnan iðrasýking og algengasta einkenni hennar er niðurgangur. Niðurgangur er næst algengasta dánarorsök barna undir 5 ára í heiminum en um ein og hálf milljón barna deyja vegna niðurgangssýkingar á hverju ári. Í þessu verkefni voru gerðar þrjár greiningar fyrir tímabilið 2010-2014. Notast var við gögn um tilkynnt tilfelli niðurgangs frá sóttvarnalækni við Embætti landlæknis, gögn úr sýnatöku vatnsveitna frá Matvælastofnun og veðurgögn frá Veðurstofu Íslands. Tíðni tilkynntra tilfella niðurgangs var fundin sem 15 tilfelli á hverja 1.000 íbúa á ári á landinu öllu. Greining á fylgni frávika í sex völdum vatnsveitum við tilkynnt tilfelli niðurgangs gáfu engin tengsl og gagnamagn takmarkandi. Greining á fylgni frávika frá 42 vatnsveitum sem þjóna 500 íbúum eða fleirum við tilkynnt tilfelli niðurgangs gaf jákvæð tengsl, þ.s. r2 var 0,137. Greining á fylgni mikillar úrkomu (90. hundraðshlutamörk) á verndarsvæði sex vatnsveitna við tilkynnt tilfelli niðurgangs þar sem biðtími var fimm og tíu dagar fékkst jákvæð fyrir fjórar af sex vatnsveitum. Mest voru tengslin á Vogum, eða 20,8% líkur á að tilkynnt niðurgangstilfelli sé tilkynnt innan fimm daga eftir úrkomu yfir 90. hundraðshlutamarki og 27,1% innan tíu daga.
Clean water is essential to all Earth’s living organisms. Therefore, we have the responsibility to maintain and protect the clean water we have and use, for the planet as a whole and its future generations. It is obligatory to monitor the quality of drinking water, including prevention of pathogenic microorganisms entering the drinking water. Its consequences are often gastrointestinal infections and its most common symptom is diarrhoea. Diarrhoea is the second most common cause of death among children under five years old in the world but about one and a half million children die from infectious diarrhoea every year. In this project three analyses were carried out for the years 2010-2014. Data used in this project include reported cases of diarrhoea from the Director of Health at the Directorate of Health, surveillance data on drinking water quality in waterworks from the Icelandic Food and Veterinary Authority and weather data from the Icelandic Meteorological Office. The incidence rate of reported cases of diarrhoea was found to be 15 cases per 1,000 inhabitants per year. Analysis of the correlation between non-compliance in six waterworks and reported cases of diarrhoea gave no relationship and data were restrictive. Analysis of the correlation between non-compliance in 42 waterworks that distribute water to 500 inhabitants or more and reported cases of diarrhoea gave positive correlation, where r2 was 0.137. Analysis of the relation between between heavy precipitation (90th percentile) on water protection zones of six waterworks and reported cases of diarrhoea with five and ten days lag was found to be positive in four out of six waterworks. The greatest relationship was in the municipality Vogar, or 20.8% chance of a reported diarrhoea incident within five days after a precipitation over the 90th percentile and 27.1% within ten days.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
MS-2017-Sturla-Tengsl.nidurgangstilfella.vid.fravik.i.vatnsveitum.og.mikla.urkomu.pdf | 3.37 MB | Open | Heildartexti | View/Open | |
yfirlysing.pdf | 510.38 kB | Locked | Yfirlýsing |