en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2779

Title: 
  • Title is in Icelandic Hvar fornmenn hvíla: Staðfræði kumla og kerfisbundin leit þeirra
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar eru hugmyndir og kenningar um staðsetningar kumla og hvernig þau megi finna. Fornfræðingar fyrri tíma leituð víða fanga og drógu saman upplýsingar um fjölda fornmannagrafa víðsvegar um landið. Þeir studdust við margvíslegar heimildir sem löng hefð er fyrir, örnefni og sagnir, þar með taldar Íslendingasögur. Frásagnir þeirra af haugum og dysjum hafa þó aðeins í undantekningartilfellum þótt trúverðugar heimildir um kuml úr heiðni. Engin úttekt hefur hins vegar farið fram á hugsanlegum tengslum kumla og sagna eða kumla og örnefna þar til nú. Niðurstöðurnar benda til að ekki sé ástæða til að breyta afstöðu fræðimanna til þessara „hefðbundnu“ aðferða í grundvallaratriðum.
    Hugmyndir fræðimanna í dag um staðsetningar kumla byggja á greiningu safns kumlafunda sem traustar heimildir eru taldar fyrir. Kerfisbundin leit að kumlum hefur þó ekki verið reynd fyrr en á allra síðustu árum og er deilt um ágæti hennar og árangur. Til að kanna nánar möguleika á slíkri leit er farið yfir grundvöll þeirra hugmynda sem fram hafa komið um hvernig finna megi kuml. Til að kanna gildi þeirra og notkunarmöguleika eru skagfirsk kuml endurskoðuð og umhverfi þeirra, bæði landfræðilegt og huglægt, gaumgæft sérstaklega. Niðurstöðurnar benda til að kerfisbundin leit sé raunhæfur möguleiki og jafnvel einfaldari í framkvæmd en áður hefur verið talið.

Accepted: 
  • May 25, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2779


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
la_fixed.pdf2.46 MBOpenHeildartexti og kortPDFView/Open