is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/278

Titill: 
  • Iðja og lífsgæði aldraðra : sem búa á eigin heimilum á Akureyri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Iðjuþjálfar efla fólk til að velja, skipuleggja og framkvæma iðju sem gagnast því og hefur þýðingu í umhverfi þess. Öldrun felur í sér eðlilega hrörnun er tengist færni við iðju, heilsu og áhrifum hennar á lífsgæði. Lífsgæði er fyrirbæri sem notað er í síauknu mæli til að sýna fram á árangur heilbrigðis- og félagsþjónustu. Með því að kanna hvað aldraðir hafa fyrir stafni og hvernig þeir meta lífsgæði sín er hægt að fá heildarmynd af virkni þeirra, heilsu og líðan. Þrátt fyrir að hugmyndafræði iðjuþjálfunar samræmist hugtakinu lífsgæði, hafa fáar rannsóknir skoðað tengsl lífsgæða og iðju. Hérlendis hefur engin slík rannsókn verið framkvæmd. Því er markmið þessarar rannsóknar að kanna hvort tengsl séu á milli þess sem eldra fólk hefur fyrir stafni og lífsgæða þess. Við rannsóknina voru tvö faglíkön höfð að leiðarljósi, líkanið um iðju mannsins og líkanið um lífsgæði. Eftirfarandi rannsóknarspurning var sett fram: „Eru tengsl á milli iðju sem hefur gildi og lífsgæða fólks sem er 67 ára og eldra og býr á eigin heimili á Akureyri?” Til að svara rannsóknarspurningunni var spurningalisti lagður fyrir 30 einstaklinga. Hann samanstóð af bakgrunnsupplýsingum, prófinu Heilsutengd lífsgæði og matstækinu Iðja og mikilvægi. Niðurstöður sýndu að þátttakendur eyddu að meðaltali mestum tíma á sólarhring í hvíld og tómstundaiðju en minni tíma í eigin umsjá og störf. Þátttakendum fannst nær öll iðja sem þeir stunduðu mikilvæg eða mjög mikilvæg. Marktæk fylgni fannst á milli heilsutengdra lífsgæða og iðju sem hefur mikið gildi. Rannsóknin styður hugmyndafræði iðjuþjálfa um að iðja sem hefur gildi eykur lífsgæði fólks.
    Lykilorð: Aldraðir, lífsgæði, iðja og heilsa.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2002
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/278


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
idja.pdf878.02 kBTakmarkaðurIðja og lífsgæði aldraðra - heildPDF
idja-e.pdf58.47 kBOpinnIðja og lífsgæði aldraðra - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
idja-h.pdf69.66 kBOpinnIðja og lífsgæði aldraðra - heimildaskráPDFSkoða/Opna
idja-u.pdf81.78 kBOpinnIðja og lífsgæði aldraðra - útdrátturPDFSkoða/Opna