Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27804
Rannsóknir á jarðhitasvæðum eru mjög mikilvægur þáttur í ábyrgri auðlindanýtingu. Þær geta komið í veg fyrir of ágenga vinnslu úr svæðinu og hjálpa til við að haga auðlindastýringu þannig að jarðhitaauðlindin endist í sem lengstan tíma til hagsbóta fyrir kynslóðir framtíðarinnar. Til að draga úr neikvæðum áhrifum vegna orkuvinnslu úr háhitajarðhitakerfum er affallsvatni jarðhitavirkjanna oft dælt aftur ofan í jarðhitageyminn. Þannig má, ef vel tekst til, hægja á þrýstilækkun í kerfinu vegna vinnslunnar með tilheyrandi minnkun á flæði úr holunum. Einn þáttur í rannsóknum á niðurdælingu jarðhitavatns er að gera ferilefnapróf. Í þessu verkefni er unnið úr gögnum ferilefnaprófs sem hófst veturinn 2014 vegna niðurdælingar í tvær ónýttar holur, HE-13 og HE-40, sem eru staðsettar innan vinnslusvæðis Hellisheiðarvirkjunar. Ferilefni komu fram í fimm vinnsluholum í nágrenni niðurdælingarholanna. Endurheimtur ferilefnanna voru á bilinu 7–31%. Niðurstöður prófsins leiddu í ljós með afgerandi hætti að rennslisleiðir niðurdælingarvatnsins innan jarðhitakerfisins eru í sömu stefnu og sprungur sem sjáanlegar eru á yfirborði. Það er í góðu samræmi við þekkingu manna á jarðhitakerfum á Íslandi sem er að lektin í kerfunum stjórnist af sprungum og brotum í berggrunninum. Niðurdæling í holurnar lækkar vermi nálægra vinnsluhola sem eru með vermi umfram vökvavermi / hávermisholur, en virðist hafa lítil sem engin áhrif á vermi þeirra hola sem eru vökvavermisholur. Niðurstöðurnar munu nýtast við betri auðlindastýringu jarðhitasvæðisins á Hellisheiði.
Research in geothermal industry plays an important role for sustainable energy production from geothermal fields. They can prevent encroachment and it could be the key to responsible management of geothermal resources so it can be utilized for long-term benefits for future generations. In order to minimize the negative effects on the geothermal utilization the waste-water from high temperature geothermal power plants is commonly reinjected back into the geothermal reservoir. The reinjection is applied to counteract pressure draw-down and reduction of flow from the wells. An important of reinjection strategies is tracer-testing the reinjecting wells. This study is based on data from a tracer test which started in 2014 when two wells, HE-13 and HE-40, originally drilled as production wells within the Hellisheiði geothermal field were turned in to reinjection wells. The tracer elements injected into the wells appeared in five nearby production wells. The tracer recovery was between 7-31%. The tracer test results demonstrate that flow-directions of the reinjected geothermal water are parallel to the fractures seen on the surface of the field. This supports previous ideas about geothermal areas in Iceland that permeability in geothermal areas is dominated by fractures in the system. The reinjection in these wells significantly lowers the production enthalpy in medium and high enthalpy wells. It however has minimum effect on liquid enthalpy wells. These results provide knowledge for better reinjection management in the Hellisheiði geothermal field.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Iris_Eva_Einarsdottir_BS_ritgerd.pdf | 1,96 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing_Iris_Eva_Einarsdottir.pdf | 279,53 kB | Lokaður | Yfirlýsing |