is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27805

Titill: 
 • Geislaálag barna í tölvusneiðmyndarannsóknum
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Inngangur
  Tölvusneiðmyndatækni (TS) er ein af mikilvægustu myndgreiningarrannsóknum sem notaðar eru í heiminum í dag. Mikil bylting varð í myndgreiningarheiminum þegar að TS tæknin kom til sögunnar, en henni fylgir þó mun hærra geislaálag heldur en við almennar röntgenrannsóknir. Það er því mikilvægt að huga að því að nota ekki meiri geislun en þarf þá sérstaklega þegar börn eiga í hlut, þar sem þau eru mun næmari fyrir geislun og þurfa almennt minni geislun en fullorðnir til þess að ná fullnægjandi myndgæðum til sjúkdómsgreininga. Áður en TS rannsókn er framkvæmd er nauðsynlegt að meta bæði áhættu og ávinning af rannsókninni. Ávallt skal hafa í huga meginregluna ALARA sem segir að halda skal allri geislun eins lágri og unnt er með skynsamlegu tilliti til aðstæðna.
  Markmið
  Markmið rannsóknarinnar er að athuga hvert geislaálag barna, 18 ára og yngri, er í tölvusneiðmyndarannsóknum á Íslandi.
  Efni og aðferðir
  Afturskyggn rannsókn, gögn skoðuð úr myndageymslu Landspítalans (PACS) úr þremur TS tækjum en aðeins var unnið með gögn úr tveimur af þeim tækjum. Rannsóknartímabilið var eitt ár, frá 1.2.2016 til 1.2.2017. Algengustu TS rannsóknirnar voru af höfði, brjóstholi og kviðarholi. Fyrir hverja rannsókn var virkt þvermál mælt og SSDE (e. size specific dose estimate) reiknað fyrir búkinn. Miðgildi og meðaltöl lengdargeislunar (DLP) voru reiknuð og borin saman við viðmiðunarmörk geislaskammta í Evrópu. Meðalgeislaálag barna var reiknað fyrir þrjú algengustu rannsóknarsvæðin og að lokum var gerður samanburður á milli Landspítala Hringbrautar og Fossvogs. Við tölfræðiúrvinnslu gagna var notast við Microsoft Excel 2016 og R með R studio.
  Niðurstöður
  Þessar TS rannsóknir barna voru 3,6% af heildarfjölda allra TS rannsókna á Landspítalanum. Mikill meirihluti rannsókna fór fram á Landspítalanum við Hringbraut og var TS af höfði algengasta rannsóknin á báðum stöðum. Að nota þversnið sjúklings er nákvæm aðferð til þess að áætla geislaskammtinn, sem dæmi í rannsókn af kviðarholi hjá 10 ára barni þá var geislaskammturinn sem TS tækið gaf upp, CTDIvol=5,4 mGy en í SSDE=9,2 mGy. Meðalgeislaálag barna fyrir TS af höfði mældist á bilinu 2,1-5,3 mSv, fyrir TS af brjóstholi mældist það á bilinu 1,0-3,3 mSv og fyrir TS af kviðarholi frá 3,4-6,5 mSv. Línuleg aðhvarfsgreining var gerð sem sýndi fram á víxlhrif á milli LSH Hringbrautar og Fossvogs eingöngu í TS rannsókn af höfði, p-gildi < 0,05. Í barnaprógrömunum var sjálfvirk geislunarstýring, ítrekunar-reikniaðferð og adaptive filter til staðar til þess að draga úr geisluninni.
  Ályktanir
  Rannsóknin sýndi að meðalgeislaálag barna var sambærilegt við önnur lönd. Barnaprógrömin í TS tækjunum voru misjöfn á milli Hringbrautar og Fossvogs, yfirleitt meiri geislun í Fossvogi. Það ætti að notast við SSDE aðferðina til þess að áætla geislaskammtinn, því hún er nákvæmari.

Samþykkt: 
 • 2.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27805


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rannsóknarverkefni_Geislaálag barna í tölvusneiðmyndarannsóknum..pdf2.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
1531_001.pdf56.44 kBLokaðurYfirlýsingPDF