is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27814

Titill: 
  • Áhrif ferðalaga á lífssýn og gildi: Ferðasaga Birtu Árdal Bergsteinsdóttur
  • Effects of traveling on values and view of life: The travel story of Birta Árdal Bersteinsdóttir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samhliða vaxandi ferðaþjónustu síðustu áratugi hefur fræðileg nálgun á greinina styrkst og rannsóknum fjölgað sem varða t.d. hvata til ferðalaga og áhrif þeirra á einstaklinga. Margir líta á ferðalög sem frí frá hversdagsleikanum þar sem tækifæri gefst til þess að slaka á, verja tíma með fjölskyldunni og upplifa eitthvað nýtt. Rannsókn þessi er lífssögurannsókn sem byggir á ferðasögu Birtu Árdal Bergsteinsdóttur, 26 ára Mosfellings sem býr nú í Marokkó með fjölskyldu sinni. Í rannsókninni er saga Birtu rakin og hún skoðuð út frá kenningum fyrirbærafræðinnar þar sem mikilvægi reynsluþekkingar er dregið fram og hvernig reynsla Birtu á ferðalögum leiddi hana að lokum á þann stað sem hún er í dag. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að kafa dýpra en þær staðalímyndir sem við höfum um ferðalög og skoða hvernig reynsla á ferðalögum getur víkkað sjóndeildarhring okkar og opnað nýjar dyr sem veita aðgang að ólíkum menningarheimum, gildum og lífssýn.

  • Útdráttur er á ensku

    Parallel to growing tourism in the last decades scholars have increasingly been studying tourism, why people travel and in what way travels can affect us. Many look at traveling as a vacation from the ordinary everyday life where we get the opportunity to relax, spend time with your family and experience new things. This essay is based on a life history method about the travel story of Birta Árdal Bergsteinsdóttir, a 26-year-old Icelander from the town Mosfellsbær who now lives in Morocco with her family. Her story is viewed from the perspective of phenomenology with special focus on practice-based knowledge and how experience from Birta’s travels lead her to the place where she is today. In this essay the main goal is to dig deeper than the stereotype images we have about traveling and look at how the experience we gain from traveling can widen our horizon and open up new doors that give us access to different cultures, values and a different view of life

Samþykkt: 
  • 2.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27814


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sarakristjansdottir.bs.pdf6.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf79.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF