Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27816
Fólksflutningar hafa aukist mikið síðustu áratugi bæði á Íslandi og víða um heim. Sú þróun hefur áhrif á samfélög og á fólk innan þeirra. Þessi áhrif leiða af sér ýmis viðhorf, sem á tíðum eiga það til að vera neikvæð. Tengsl hægrisinnaðra stjórnmálaflokka og þessara neikvæðu viðhorfa hafa verið áberandi víða um heim, þó svo að málefni innflytjenda hafi fengið minni hljómgrunn í íslenskum stjórnmálum. Íslendingar hafa reynst meira til miðju á hægri/vinstri ásnum en aðrar Vestrænar þjóðir og því er forvitnilegt að skoða hvernig tengsl stjórnmála og viðhorfa til innflytjenda birtast hér á landi. Einnig var áhugavert að sjá hvort munur sé á viðhorfum til einstakra hópa innflytjenda, svo sem hælisleitenda og flóttamanna, en það hefur ekki verið kannað áður að vitund rannsakenda hér á landi. Rannsakendur fengu 715 einstaklinga í gegnum Facebook til að svara spurningakönnun um viðhorf til innflytjenda, flóttamanna og hælisleitenda ásamt stjórnmálaskoðunum. Í þessu rannsóknarverkefni var skoðað hvort að þeir sem mætti flokka sem hægri sinnaða í stjórnmálum hefðu neikvæðari viðhorf til innflytjenda, en þeir sem að flokkast sem vinstri sinnaðir. Einnig var skoðað hvort að samræmi væri á því hvar fólk staðsetti sig sjálft á hægri/vinstri ásnum og hvar einstaklingar stóðu á spurningarlista, en svo töldu rannsakendur vera. Að lokum var svo skoðað hvort að kynjamunur væri á viðhorfum til innflytjenda og stjórnmálaskoðana. Þá ályktuðu rannsakendur að konur myndu mælast með jákvæðari viðhorf gagnvart innflytjendum og meira til vinstri í stjórnmálum en karlar. Allar tilgátur stóðust og niðurstöður voru í samræmi við fyrri rannsóknir í öðrum Vesturlöndum.
Lykilhugtök : Innflytjendur, neikvæð viðhorf, hægri-vinstri ásinn, stjórnmál.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
PDF. LOKA BS ritgerð-júní 2017.pdf | 609,28 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Lokaverkefni.pdf | 532,62 kB | Lokaður | Yfirlýsing |