is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2782

Titill: 
  • Framburðarröskun. Samanburður á framburði barns með eðlilegan málþroska og barns með framburðarröskun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um framburðarröskun í máli barna. Bæði frávik þeirra sem hafa eðlilega máltöku en líka þeirra sem hafa alvarlegar framburðarraskanir. Við fjögurra ára aldur hafa flest íslensk börn náð góðum tökum á framburði, frávikin hverfa smám saman og á endanum líkist málkerfi þeirra málkeri fullorðinna. Þó að flest börn ganga í gegnum eðlilega máltöku þá eru til dæmi um börn sem hafa seinkun í máltöku og frávik sem nefnast framburðarraskanir. Framburðarraskanir eru misalvarlegar og orsakir þeirra geta verið ýmsar og oftast eru engar augljósar skýringar fyrir þeim. Hægt er að flokka framburðarraskanir á marga ólíka vegu en í ritgerðinni er gengið út frá flokkunarkerfi Barböru Dodd talmeinafræðings. Til þess að athuga framburðarraskanir enn betur er gerð rannsókn á framburði tveggja barna sem eru á sitt hvorum aldrinum. Fjallað er um framburð barnanna, þær framburðarraskanir sem koma í ljós hjá yngra barni sem hefur eðlilegan málþroska og eldra barni sem hefur seinkun í máltöku. Framburður þeirra er athugaður með framburðarprófi og síðan er gerður samanburður á framburði þeirra beggja. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að framburður eldra barns sem hefur framburðarröskun líkist framburði yngra barns með eðlilegan málþroska. Ekki er hægt að alhæfa þessa niðurstöðu á öll börn sem hafa framburðarraskanir þar sem samanburðurinn er einungis gerður á tveimur börnum á mismunandi aldri. Hins vegar er hægt að notast við niðurstöðurnar til að bera saman framburð annarra barna við framburð barnanna í þessari ritgerð.

Samþykkt: 
  • 25.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2782


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerdin_fixed.pdf320.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna