is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27825

Titill: 
  • Hefur slökun fyrir skynmyndir góð áhrif á frammistöðu í sendingaprófi, einbeitingu og skýrleika skynmynda?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Skiptar skoðanir eru á því hvort nota eigi slökun fyrir skynmyndanotkun eða ekki. Sýnt hefur verið fram á jákvæð áhrif þess að nota slökun fyrir skynmyndir. Talið er að slökun auki einbeitingu á skynmyndina og auki skýrleika hennar. Þessi rannsókn kannaði áhrif slökunar fyrir PETTLEP skynmyndanotkun, hvort slökun hefði í raun áhrif á einbeitingu á skynmyndina, auki skýrleika hennar og einnig hvort frammistaða á Loughborough sendingaprófi (LSPT) myndi aukast. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 46 íslenskar knattspyrnukonur í efstu deild. Þeim var skipt upp í þrjá hópa, slökun fyrir PETTLEP skynmyndir, einungis PETTLEP skynmyndir og samanburðarhópur sem gerði teygjuæfingar. Þátttakendurnir tóku þátt í inngripi þrisvar sinnum í viku í þrjár vikur, þeir gerðu LSPT sendingapróf tvisvar sinnum (grunnlínumælingu og eftirá mælingu), einnig svöruðu þeir spurningalistum sem mældu einbeitingu og skýrleika skynmynda. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að allir hópar bættu frammistöðu sína á sendingaprófi og einbeitingin jókst með tímanum, þessar niðurstöður voru óháðar því inngripi sem þátttakendur fengu. Skýrleiki skynmynda jókst ekki með tímanum.

Samþykkt: 
  • 6.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27825


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerð_Konný_Sara_lokaútgáfa_ready.pdf664.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
sara skanni.pdf234.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF