Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27827
Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi sjálfsstjórnar fyrir börn til að takast á við og ljúka vitsmunalegum og félagslegum verkefnum, allt frá því að byggja turn úr kubbum til þess að setja sér langtímamarkmið í námi. Þroskasálfræðingar hafa einnig fjallað um sívaxandi sjálfsstjórn barna upp úr sex ára aldri, getu þeirra við gerð aðgerðaráætlana og áhrif þessara þátta auk aðstoðar á árangur við að leysa þrautir. Í þessu verkefni reyndum við að endurspegla þann þroska sem er að koma fram hjá grunnskólabörnum, í getu þeirra við að leysa þrautina „Turnarnir í Hanoi.“ Til þess skoðuðum við hlutverk sjálfsstjórnar í gerð aðgerðaáætlana og hvort aðstoð í formi ábendinga um góðan byrjunarleik hefðu þar einhver áhrif. Þannig ættu bæði sjálfsstjórn og aðstoð að sýna jákvæða fylgni við gerð aðgerðaáætlana sem í kjölfarið sýndi jákvæða fylgni við gengi barnana við lausn þrautarinnar. Forspá okkar var sú að sjálfsstjórnar-þroski barnanna og aðstoð við áætlanagerð bætti árangur þeirra. Þátttakendur voru 30 börn á aldrinum sex til átta ára. Niðurstöður studdu tvær af fjórum tilgátum okkar, sem eru að sjálfsstjórn eykst með aldri og betri áætlun auðveldi þrautalausn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Tengsl sjálfsstjórnar og áætlanagerðar grunnskólabarna við þrautalausnir.pdf | 849.4 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Tara Kristín Kjartansdóttir yfirlýsing.jpg | 46.19 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG | |
Steinarr Ólafsson yfirlýsing.jpg | 2.36 MB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |