en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/27828

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif stýrðrar kennslu Engelmanns og fimiþjálfunar á lestrarfærni 7 ára stúlku með miðlungs þroskahömlun
  • Using Direct Instruction and Precision teaching with a seven year old girl with mild retardation when teaching her the sounds of letters in the alphabet
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Stýrð kennsla Engelmanns (e. Direct Instruction) og fimiþjálfun (e. Precision Teaching) eru raunprófaðar kennsluaðferðir sem reynst hafa nemendum með námsörðugleika vel. Stýrð kennsla Engelmanns byggir á hröðum takti þar sem kennslan er brotin niður í vel afmörkuð þrep. Kennarinn leiðir nemendur í gegnum þrepin með markvissri stýringu og gætir þess að allir taki virkan þátt í kennslunni. Gengið er úr skugga um að færnin sé lærð áður farið er yfir í næsta þrep. Í fimiþjálfun fær nemandinn að æfa ný atriði sem talin eru lærð með því að renna yfir stuttar tímamældar æfingar. Með þessu er stuðlað enn frekar að fumlausri færni auk þess sem æfingarnar gefa góðan mælikvarða á hvernig námið gengur. Nemendur, bæði í almennri bekkjarkennslu og sérkennslu, hafa náð skjótum árangri þegar stýrð kennsla Engelmanns er notuð samhliða fimiþjálfun. Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna áhrif stýrðrar kennslu Engelmanns og fimiþjálfunar á grunnfærni við hljóðun stafa hjá sjö ára stúlku með miðlungs þroskahömlun, dæmigerða einhverfu, athyglisbrest og flogaveiki. Niðurstöður sýndu að færni hennar jókst fyrir tilstuðlan þessara kennslu aðferða.

Accepted: 
  • Jun 6, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27828


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Stýrð kennsla Engelmanns og fimiþjálfun - Steinunn Júlía, Laufey Erla og Erla Hrönn.pdf724.12 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Yfirlýsing.pdf968.6 kBLockedYfirlýsingPDF