is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2783

Titill: 
  • Skelfilegar minningar, dauði og hörmungar sem aðdráttarafl í ferðamennsku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hér í ritgerðinni verður leitast eftir að komast nær þeim ástæðum sem liggja að baki ásókn ferðamanna til tiltekina ferðamannastaða; staða sem geyma minningar um hryllilega atburði mannkynssögunnar og falla undir skilgreininguna myrkir ferðamannastaðir. Þannig ferðamannastaðir, sem miðla sögu hörmunga og manndrápa, hafa orðið æ vinsælli meðal almennings í gegnum tíðina og hefur koma gesta á söfn, minnisvarða og staði sem tengjast óhugnalegum atburðir farið vaxandi. Lögð verður áhersla á að komast nær þeim ástæðum sem liggja þar að baki og hvaða viðmið, hvatir og hugmyndir stuðli að slíkri ákvörðun.
    Í gegnum viðtöl verða skoðaðar upplifanir viðmælenda minna sem sótt hafa staði er tengjast hryllilegum atburðum. Berlín, höfuðborg Þýskalands var valin sem aðalvettvangur ritgerðarinnar. Borgin hefur enda að geyma mikla sögu sem tengist hræðilegum atburðum seinni heimstyrjaldarinnar. Fjallað verður um Helfararsafnið í Berlín sem reist var til minningar um helför gyðinga. Einnig verður fjallað um Sachsenhausen þrælkunarbúðirnar sem og Auschwitz-Birkenau. Tekin voru viðtöl við fólk búsett í Berlín sem og fólk búsett á Íslandi.
    Niðurstöður viðtalanna leiddu í ljós að viðmælendur mínir nálguðust ekki myrka ferðamennskustaði til að svala afbrigðilegum hvötum eða til að komast nær dauðanum. Allir sem einn litu á myrka ferðamannastaði sem nauðsynlega áminningu sem fólk í samtímanum getur lært af. Aukin fræðsla og þekking á efninu voru hvatar og aðdráttaröfl viðmælenda minna En ytri þættir líkt og skólabækur, skáldsögur og kvikmyndir voru einnig nefndir sem áhrifavaldar. Raunveruleikinn og það ósvikna spilaði einnig stóran þátt hjá viðmælendum mínum. Þau vildu sjá hvar þetta hafði í raun og veru gerst til að komast nær þessum atburðum.

Samþykkt: 
  • 25.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2783


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
20mai_fixed.pdf312.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna