is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27832

Titill: 
  • Greining og flokkun landslags í Austur-Skaftafellssýslu
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins var að greina og flokka landslag í Austur-Skaftafellsýslu eftir sjónrænum eiginleikum landsins. Byggt var á nálgun og aðferðum Íslenska landslagsverkefnisins (ÍLV) en það var þróað fyrir samanburð á landsvísu. Hér var nálguninni í fyrsta skipti beitt á héraðsvísu, þ.e. innan einnar sýslu og með þéttara net skráningarstaða. Verkefnið skiptist í eftirfarandi meginþætti: 1.a) Flokka landslag í Austur-Skaftafellssýslu með svæðum í gagnagrunni ÍLV; b) Sjá hvernig sýslan flokkast miðað við landið allt og hvernig hún fellur að þeim ellefu meginflokkum landslags sem þegar hafa verið skilgreindir; 2. Meta sérkenni og sérstöðu landslags í sýslunni og fjölbreytni landslagsins þar miðað við landið í heild; 3. Meta hvort í sýslunni séu svæði sem teljast vera einstök á landsvísu eða skera sig verulega frá öðrum svæðum; 4. Flokka landslag í sýslunni með náttúruperlunum úr ÍLV. Beitt var kláðugreiningu (Cluster Analysis) til að fá fram stigskipt flokkunartré, 1) fyrir Austur-Skaftafellssýslu (37 staðir í úrtaki) og fyrir kerfisbundið úrtak ÍLV (136 staðir alls, 11 flokkar) og 2) fyrir Austur-Skaftafellssýslu, úrtak ÍLV og valdar náttúruperlur á landinu öllu, þ.m.t. í Austur-Skaftafellssýslu (198 staðir). Í seinna flokkunartrénu (2) dreifðist Austur-Skaftafellssýsla á fimm af 16 landslagsflokkum en langflestir staðir (23) féllu í flokkinn fjölbreytt jöklalandslag. Meginþáttagreining (Principal Components Analysis) var notuð til að draga fram þá sjónrænu þætti sem helst einkenndu hvern flokk. Niðurstöðurnar gefa til kynna að mikil sjónræn fjölbreytni einkenni Austur-Skaftafellssýslu. Sérkenni landslagsins eru sléttur með sjó á aðra hönd og há fjöll og skriðjökla á hina. Slíkt landslag er fágætt annars staðar á landinu. Almennt héldu upphaflegu ÍLV flokkarnir sér vel saman á milli þessara ólíku greininga en nokkuð var um að svæði færðu sig um flokka í báðum flokkunartrjám frá upphaflegri ÍLV flokkun.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of the project was to analyse and classify the landscape of the county of Austur-Skaftafellssýsla, southeast Iceland, based on physical and visual characteristics. I adopted the approach of the Icelandic Landscape Project (ILP). This was developed for a comparison and classification across the whole of Iceland. Here, the methods are applied for the first time on a regional scale and with a finer-grained sampling design. I used cluster analysis to produce a hierarchical dendrogram of landscape classes for 1) a systematic sample of 37 sites in Austur Skaftafellssýsla and for the systematic sample from the ILP (136 sites, 11 landscape classes) and 2) by adding acknowledged scenic sites to the sample, including both sites from across Iceland and an additional sample from Austur-Skaftafellssýsla (198 sites in all, 16 landscape classes). In the last dendrogram (3), sites in Austur-Skaftafellssýsla fell into five of the 16 classes but the over half (23 sites) were in the class diverse glacial landscapes. Principal Components Analysis was applied to discern the visual features characteristic for each class. The landscapes of Austur-Skaftafellssýsla are characterized by great visual diversity. Its distinguishing features are vegetated lowlands and outwash plains bound on one side by the sandy coast of the Atlantic ocean and on the other by high mountains and steep outlet glaciers of Vatnajökull. In Iceland, such landscapes are very rare outside the southeast region.

Samþykkt: 
  • 6.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27832


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greining og flokkun landslags í Austur-Skaftafellssýslu.pdf4.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
meðferð lokaverkefnis.pdf216.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF