Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27834
Markmið þessa lokaverkefnis var að kanna hvað það er sem ræður vali við ráðningar með það til hliðsjónar hvort mannauður felist í kyni eða hæfni. Í upphafi er gerð grein fyrir fræðilegum hugtökum, þar af er helst litið á stefnu, menningu, samfélagslega ábyrgð, mannauð, ráðningarferli, jafnrétti og kyn. Fræðileg umfjöllun ritgerðarinnar nær í raun yfir þá vinnu sem oftar en ekki reynist falin utanaðkomandi, þegar kemur að innri starfsemi skipulagsheilda er í mörg horn að líta. Þegar skipulagsheildir hafa gert upp þá ákvörðun að ráðning þarf að eiga sér stað þarf að tryggja það að vandað sé til verka. Rannsókn ritgerðarinnar fjallar um starfsemi Flugfélags Íslands með það markmið að fá innsýn í ráðningarferli þeirra þar sem kynjaaðskilnaður er við viss störf innan félagsins. Leiðarljós rannsóknarinnar var að svara rannsóknarspurningunni um hvort hugað sé að jafnrétti við ráðningar hjá Flugfélagi Íslands. Notast var við eigindlega aðferðafræði og tekin voru viðtöl við tvo viðmælendur. Viðmælendurnir komu frá Flugfélagi Íslands og voru þeir spurðir um ýmislegt og athyglin sérstaklega miðuð að starfsemi Flugfélags Íslands. Helstu niðurstöður voru þær að Flugfélag Íslands er með í gildi jafnréttisstefnu sem byggð er á grundvelli jafnréttislaga og við ráðningu nýs starfsmanns er ávallt sá hæfasti valinn óháð kyngervi einstaklingsins. Vilji er til staðar að jafna kynin en það er krefjandi þar sem nýr aðili er ekki fenginn inn eingöngu til þess að jafna út kynjaaðskilnaðinn.
The objective of the present study was to examine what it is that determines the hire of new employees while taking into consideration both gender and ability. At the beginning of the thesis theoretical concepts are made clear, with the focus of policy, culture, social responsibility, human resources, the hiring process, gender and equality. The theoretical discussion covers the work that more often than not appears hidden. Each organizations has the responsibility
to work hard to ensure that high standards are in action. The following research of this thesis is based on the operations of Flugfélag Íslands with the purpose of getting insights to their hiring process, where gender inequality is evident within certain parts of the company. The premise of the research was to answer the question if gender equality is apparent in the hiring process. Employees from Flugfélag Íslands were asked a few questions with the main focus on the operations of the company. The most prominent results showed that Flugfélag Íslands hires their employess based on ability not gender.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hildur-Yr-Saebjornsdottir-Lokaverkefni.pdf | 1.13 MB | Lokaður til...03.11.2134 | Heildartexti |