is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27839

Titill: 
 • Ræktun Spirulina platensins : áhrif karbónats og koltvísýrings á ræktun S.platensis
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Spirulina platensins er blá-grænn þörungur af ættkvísl frjáls-fljótandi þráðlaga blábaktería (e. Cyanobacteria) sem þykir einkar aðlaðandi að rækta í atvinnuskyni vegna þess hve þörungurinn er vel þekktur til manneldis, sérstaklega í formi fæðubótarefna. S.platensis hefur líka verið eftirsóttur sem uppspretta virkra efnisþátta í lyfja- og snyrtivöruiðnaði. Spirulina hefur ekki verið ræktaður á Íslandi í atvinnuskyni, en vegna þeirrar ódýru og umhverfisvænu orku sem hér er hægt að fá auk góðs aðgengis að CO2 ríku jarðvarmagasi gæti Ísland verið ákjósanlegur staður til þess að rækta upp þennan þörung. Þörungurinn er mest ræktaður í opnum kerfum á sólríkum stöðum en með því að rækta hann upp í lokuðum kerfum er hægt að auka lífmassastyrk hans töluvert. Einn af stóru kostnarliðunum við framleiðslu á Spirulina í lokuðu kerfi eru næringarefnin og þá sérstaklega karbónat. Umhverfisþættir á borð við ljósmagn, hitastig, sýrustig og magn næringarefna eru þekktir fyrir að hafa áhrif á vöxt blábaktería, en þó ríkir ákveðinn skortur á samræmi um hugsanlega truflun á vexti þeirra. Þessi rannsókn fól í sér að skoða áhrif karbónats á vöxt S.platensins og hvernig inndæling á koltvísýringi í æti gæti haft áhrif á vöxtinn. Ræktanirnar fóru fram í 500 ml Erlenmeyer flöskum, notuð voru fljúrljós sem ljósgjafar, og mismunandi kolefnasamsetningu: 1) Z-æti með 100% karbónatmagni, 2) Z-æti með 100% karbónatmagni auk inndælingar á CO2, 3) Z-æti með 50% karbónatmagni, 4) Z-æti með 50% karbónatmagni auk inndælingar á CO2. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu á að koltvísýringur getur aukið verulega lífmassastyrk Spirulína í rækt og karbónatmagn hefur vissulega óbein áhrif á vöxtinn og þá helst sýrustig og basamagn sem tengjast kjörvaxtarskilyrðum.
  Lykilorð: blá-grænir þörungar, Spirulina platensis, karbónat, koltvísýringur, lífmassi.

 • Útdráttur er á ensku

  Spirulina platensins is a blue-green algae of the genus free-floating
  filamentous Cyanobacteria which is attractive to cultivate commercially for human consumption. S.platensis has been in high demand as a supplement but also as a source of active components in pharmaceutical and cosmetics industry. Spirulina has not yet been grown commercially in Iceland, but because of cheap and environmentally friendly energy and access to rich CO2 geothermal gas Iceland could be an ideal place for cultivation. By cultivating it in closed systems rather than open systems its biomass can increase in strength considerably. This research focuses on the impact on growth carbonate S.platensins and how flow of carbon dioxide into medium could affect growth. The cultures were performed in 500 ml Erlenmeyer flasks, using fluorescence lights and different carbon compositions: 1) Z-medium with 100% bicarbonate, 2) Z-medium with 100% bicabonate as well as injection of CO2, 3) Z-medium containing 50% bicarbonate, 4) Z-medium containing 50% bicarbonate as well as injection of CO2. Results of the study indicated that carbon dioxide increased the biomass concentration of Spirunlina cultivation
  and bicarbonate volumes certainly have an indirect effect on the growth,
  mainly volumes of pH and alkaline related to the optimal cultivation
  conditions.
  Keywords: Cyonabacteria, Spirulina platensis, bicarbonate, carbon dioxide, drymass.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 10.4.2037.
Samþykkt: 
 • 6.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27839


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOK1126_MKP_LOKALOKA.pdf8.31 MBLokaður til...10.04.2037HeildartextiPDF
Efnisyfirlit.pdf91.28 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf199.63 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna