is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27845

Titill: 
 • Bláuggatúnfiskur í íslenskri lögsögu : eru líkur á auknum túnfiskveiðum á Íslandsmiðum á næstu áratugum?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Bláuggatúnfiskur er ein verðmætasta fisktegund heims og hefur verið að ganga á Íslandsmið á undanförnum árum í kjölfar hækkandi sjávarhita. Markmið þessa verkefnis er að gefa ítarlegt yfirlit yfir þá lykilþætti sem hafa áhrif á það hvort bláugginn gangi á Íslandsmið í auknu mæli í framtíðinni. Í ritgerðinni er fjallað um vöxt og útbreiðslu ásamt stjórnun veiða, stöðu stofnsins, áframeldi, veiðar og vinnslu með áherslu á veiðar Vísis hf í Grindavík. Mikil áhersla er lögð á áhrif hækkandi hitastigs sjávar á göngumynstur fiskistofna með áherslu á bláuggann.
  Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er eftirfarandi:
  Eru líkur á auknum túnfiskveiðum á Íslandsmiðum á næstu áratugum?
  Til þess að svara spurningunni voru greindir fjórir lykilþættir varðandi framtíðarhorfur fyrir túnfiskveiðar á Íslandsmiðum:
  A. Ástand bláuggastofnsins í Austur-Atlantshafi.
  B. Markaðsforsendur fyrir bláugga á næstu áratugum.
  C. Umhverfisaðstæður á Íslandsmiðum.
  D. Fæðuskilyrði á Íslandsmiðum.
  Niðurstaða ritgerðarinnar og svar við rannsóknarspurningunni var að ég taldi ekki vera verulegar líkur á aukningu í göngum bláugga á Íslandsmið í náinni framtíð vegna kuldaskeiðs sem hugsanlega er að ganga í garð og gæti varað í tvo til þrjá áratugi. En hins vegar til langs tíma litið þá eru miklar líkur á að eftir miðja öld verði mikil aukning í göngum bláugga á Íslandsmið vegna stækkandi stofns, hnattrænnar hlýnunar, nýs náttúrulegs hlýindaskeiðs og hækkandi hitastigs sjávar.
  Lykilorð: Bláuggatúnfiskur, sjávarhiti, loftslagsbreytingar, veiðar.

 • Útdráttur er á ensku

  Bluefin tuna is one of the world’s most valuable fish species and has been migrating to Icelandic waters during the last two decades following higher seawater temperature. The aim of this project is to give a detailed overview of the key factors that influence the migration of bluefin tuna to Icelandic waters in the future. This essay covers the topics of growth, distribution, fisheries management, stock assessment, farming, fishing and processing of the tuna with focus on Vísir hf in Grindavík. Special emphasis is placed on the impact of increasing seawater temperatures on the migration patterns of various fish stocks.
  The following research question was formulated for the essay:
  Are there positive prospects for an increase in the Icelandic tuna fishery in coming decades?
  To answer the question, the four following key factors regarding future prospects for tuna fishing in Icelandic waters were analyzed:
  A. The state of the bluefin tuna stock in the East-Atlantic Ocean.
  B. Market conditions for bluefin tuna during the coming decades
  C. Environmental conditions in Icelandic waters.
  D. Feeding conditions in Icelandic waters.
  My conclusion and answer to the research question was that there were not especially positive prospects for growth of the Icelandic bluefin tuna fishery in the near future. The main reason behind this conclusion is a possible impending temporary cooling period that could perhaps last for two or three decades. However, in the long term it is likely that by mid-century we will see a sharp increase in bluefin tuna migrations to Icelandic waters due to large stock size, global warming, a positive natural temperature increase and rising seawater temperatures.
  Keywords: Bluefin tuna, seawater temperature, climate change, fishing, state of stock.

Samþykkt: 
 • 6.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27845


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil-18.4 Hjálmar.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna