Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27851
Í kjölfar góðs uppgangs í fiskeldi hér á landi og takmarkaðrar vitundar um afurðina bleikju á erlendum mörkuðum er ritgerðinni ,,Markaðssetning eldisbleikju, mikilvægi markaðsstarfs og uppbygging vörumerkjavirðis’’ ætlað að sýna fram á möguleika til markaðsstarfs íslenskrar eldisbleikju. Í ritgerðinni eru skilgreind mikilvæg hugtök tengd markaðsfræði og vörumerkjum með tilliti til eldisbleikju. Sýnt er fram á hvernig markaðssetningaferlið er sett upp með fræðilegum hætti og greint frá einstaka söluráðum tengdum viðfangsefninu. Unnar voru markaðsgreiningar með tilliti til eldisbleikju bæði á nær- og fjær umhverfi markaðarins með SVÓT- og TASK greiningu.
Höfundur skoðaði margvíslegar heimildir og tók viðtal við Birgi Össurarson sölu- og markaðsstjóra Ice Fresh Seafood sem gaf honum betri innsýn á viðfangsefnið hvað fræðilega þætti varðar. Fjallað er um markaðsátak Íslandsbleikju á árunum 2007 – 2008 en Íslandsbleikja er stærsti framleiðandi eldisbleikju í heiminum.
Niðurstöður leiddu í ljós mikilvægi faglegs markaðsstarfs við markaðssetningu á eldisbleikju.
Höfundur leggur til uppbyggingu vörumerkjavirðis fyrir eldisbleikju og telur að í því séu fólgin tækifæri vegna vanþekkingar á afurðinni. Höfundur leggur einnig til notkunar á ímynd Íslands í markaðslegum aðgerðum. Þær markaðslegu aðgerðir sem hafa verið unnar hafa reynst vel og því er það mat höfundar að hægt sé að koma eldisbleikju á erlenda markaði ef rétt er að farið.
Lykilorð: Markaðssetning, eldisbleikja, faglegt markaðsstarf, markaðsátak, uppbygging vörumerkjavirðis.
Following a good fish farming expectoration in Iceland and limited awareness of the product Atlantic charr on foreign markets this project “Marketing Atlantic charr, importance of marketing and building brand equity“ is intended to demonstrate the potential for marketing Icelandic Atlantic charr. The project defines important terms associated with marketing and brands in terms of Atlantic charr. It demonstrates how the marketing process was set up on a theoretical way and analysed sales of service marketing associated to the subject. Market analysis were made in terms of Artic charr with both SWOT and TASK analysis.
The author examined various types of sources along with taking an interview with Birgir Össurarson, sales and marketing manager for Ice Fresh Seafood. The interview gave the author a better insight on the subject along with scientific information. The project contains discussions about Íslandsbleikja ehf, the largest producer of Artic charr in the world and its marketing effort in 2007 – 2009.
Project results showed the importance of proffessional marketing efforts in the marketing of Artic charr. The author proposes to build brand equity for Artic charr and believes that there are increased opportunities because of limited awareness of the product. The author also proposes using the image of Iceland in marketing action.
Keywords: Marketing, Artic charr, professional marketing, marketing effort, building brand equity.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni 2017.pdf | 991,13 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Forsíða sunneva ósk.pdf | 22,2 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna |