Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27854
Markmið rannsóknarinnar er að fjalla um markaðssetningu og notkun fyrirtækja á samfélagsmiðlum í markaðssetningarskyni. Farið er ítarlega í markaðssetningu og hún skilgreind ásamt því að fjalla um sölu- og kynningarráða í samhengi við samþætt markaðssamskipti (e. intergrated marketing communications – IMC). Einnig er stiklað á stóru um upphaf Internetsins og hvernig sú þróun hefur verið allt til dagsins í dag samhliða því að fjalla um samfélagsmiðla, tegundir samfélagsmiðla og hvernig einstaklingar og fyrirtæki hafa og geta nýtt sér þá.
Rannsóknin byggist á megindlegri rannsókn sem fór fram í apríl 2017 þegar tekin voru þrjú viðtöl við eigendur fimm fyrirtækja sem nota samfélagsmiðlamarkaðssetningu fyrir sín fyrirtæki. Viðmælendur voru valdir með tilgangsúrtaki út frá persónulegri reynslu þeirra af viðfangsefninu. Í viðtölum var stuðst við hálfstaðlaðan viðtalsramma sem unninn var af höfundi.
Helstu niðurstöður leiddu í ljós að samfélagsmiðlamarkaðssetning er afar mikilvæg fyrir fyrirtæki og jafnvel svo mikilvæg að þau kjósi frekar að markaðssetja sig á samfélagsmiðlum en á prent- og ljósvakamiðlum. Árangur fyrirtækja mælist af því hversu vel viðmælendur hafa náð að persónugera fyrirtæki sín og skapa þar með ákveðna vörumerkjatryggð og ímynd í augum neytenda.
Lykilorð: Viðskiptafræði, markaðsfræði, markaðssetning, samfélagsmiðlar, samþætt markaðssamskipti, auglýsingar.
The main objective of this thesis is to discuss different marketing strategies and how businesses use social media for marketing. Marketing is thoroughly defined as well as the marketing mix and promotional mix in the context of integrated marketing communications. The beginning of the Internet is summarized and how it has developed till present day, in connection to social media, social media types and how individuals and companies have, and can benefit from them. The thesis is based on a quantitative research that took place in April 2017. Three
interviews were taken with owners of five companies that use social media marketing for their businesses. Respondents were chosen by purposive sampling based on their personal experience of the subject. The interviews were based on a semi structured interview framework prepared by the author. The main conclusion revealed that social media marketing is extremely important for companies and even preferable to the use of print- and broadcast media. The success of companies is measured on how well the participants have been able to personalize their businesses and thereby create both brand loyalty and image in the eyes of consumers.
Keywords: Business administration, marketing studies, marketing, social media, integrated marketing communications, advertising.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ingibjörg_Blaka_BSritgerð.pdf | 1,52 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |