Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27856
Í lokaverkefni þessu er leitast við að skoða fjármögnun Slysavarnafélagsins Landsbjargar með áherslu á sölu skotelda. Um er að ræða ein stærstu samtök sjálfboðaliða hér á landi sem hafa það megin hlutverk að koma í veg fyrir slys og bjarga bæði mannslífum og verðmætum. Opinber framlög og styrkir frá almenningi, auk sala á ýmsum varningi er það sem stendur undir rekstrinum. Stærsti hluti tekna samtakanna kemur af sölu skotelda, en sífellt er þó leitað nýrra leiða til að efla fjáröflun og mæta síbreytilegu umhverfi.
SWOT greining var gerð. Hún sýndi að félagið býr yfir miklum innri styrkleika sem sannarlega hjálpar samtökunum að ná markmiðum sínum. Helsta ógn félagsins eru utanaðkomandi þættir sem kunna að hafa áhrif á afkomu samtakanna í framtíðinni. Stutt spurningakönnun var gerð og fékkst góð yfirsýn á flugeldamarkaðinn út frá augum neytanda. Helstu niðurstöður könnunarinnar staðfestu kenningu Porters, það er að fimm krafta öflin í líkani hans eru veik og hagnaðarvon félagsins er meiri því erfitt er fyrir aðra að komast inn á markaðinn.
Flugeldamarkaðurinn í þeirri mynd sem við þekkjum hann í dag er nokkuð stöðugur. Lög og reglugerðir er snúa að sölu og notkun skotelda hafa þó tekið töluverðum breytingum frá upphafi en þegar á heildina er litið gengur markaðurinn út á að vera með betri vöru í samkeppnishæfu umhverfi.
Í dag eru björgunarsveitirnar með mestu markaðshlutdeild og er helsta ástæðan fyrir því samkvæmt niðurstöðum könnunar málefnið sem þeir standa fyrir. Segja má að það sé nokkuð mótsagnakennt í ljósi þess að hlutverk félagsins sé að koma í veg fyrir slys og draga úr þeim. Tíðni slysa af völdum skotelda hefur þó verulega lækkað eftir að vissir skoteldar hafa verið bannaðir, en því miður er alltof algengt að ungir áhættusæknir drengir slasist.
Umfjöllunin tekur á ýmsum þáttum er varða söluvöruna, kosti og galla, og samfélagslega ábyrgð söluaðila. Niðurstaðan er hins vegar sú að sala skotelda er heppileg fjáröflunarleið fyrir sveitirnar miðað við þeirra eigin hagsmuni og þær forsendur sem gengið er út frá í dag, það er á meðan meiri hluti almennings vill halda í hefðina og fyrirkomulag sölunnar er óbreytt.
Lykilorð: • Afkoma • Björgunarsveitir • Mengun • Slys • Skoteldar
In this final project, we seek to examine the ICE-SAR revenue with focus on the sale of fireworks. It is one of the largest volunteer organizations in Iceland, whose main role is to prevent accidents and to save both human lives and properties. Public and government grants, as well as the sale of a variety of goods, is what keeps this independent association solvent. The greater part of their income comes from the sale of fireworks, yet new ways to promote fundraising to meet an ever-changing environment are increasingly sought.
SWOT analysis was performed. It showed that the organization possesses strong internal strengths that will truly help it to achieve its goals. The association's main threat are external factors that may affect its performance in the future. A short survey was conducted and a good overview of the fireworks market from the eyes of the consumer was gained. It´s conclusion confirms the theory of Porters, which is, the five powerful forces in his model are weak and the organization's profitability is greater because it is difficult for competitors to enter this market.
The fireworks market as we know it today is stable. Laws and regulations regarding sales, and the use of fireworks have changed considerably from the outset, but when the market is taken as a whole, it is a better product in a competitive playing field.
Today, the rescue teams have the greater market share and the main reason for this, according to the survey results, are the issues they work on. At first glance it may appear in conflict to the role of the association, which is to prevent and reduce accidents. However, the incidence of fireworks related injuries has fallen sharply after certain fireworks have been banned, but unfortunately risk-taking young boys are too often injured.
The review covers various aspects of this commercial product, some advantages and disadvantages, plus the social responsibility of the dealers. However, the final conclusion, is that the sale of fireworks is a suitable funding route for the rescue teams, based on their own past success since a majority of people desire to keep the tradition for the sale unchanged.
Keywords: • Accidents • Fireworks • Income • Pollution • Rescue teams
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS_ritgerð_Rakel_Kristinsdóttir.pdf | 1,4 MB | Lokaður til...10.06.2047 | Heildartexti | ||
BS_ritgerð_Efnisyfirlit_heimildaskrá.pdf | 890,21 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna |