is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27857

Titill: 
 • Straumlínustjórnun : innleiðing og ávinningur í Össuri hf.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Straumlínustjórnun (e. lean management) er aðferðafræði sem vakið hefur mikla athygli bæði framleiðslu- og þjónustufyrirtækja á undanförnum árum. Straumlínustjórnun gengur fyrst og fremst út á að hámarka afrakstur og eyða sóun. Hugmyndafræðin náði heimsathygli á 8. áratug 19. aldar þegar ljóst var að það var eitthvað sérstakt við framleiðsluferli japanska bílaframleiðandans Toyota.
  Tilgangur þessa verkefnis var að kanna ávinning innleiðingar straumlínustjórnunar hjá íslenska framleiðslufyrirtækinu Össuri. Rannsóknarspurningin sem höfð var að leiðarljósi við gerð verkefnisins var:
  Hver er ávinningur þess að innleiða hugmyndafræði straumlínustjórnunar?
  Til að komast að niðurstöðu framkvæmdi höfundur eigindlega og megindlega rannsókn. Eigindlegi hlutinn er viðtal sem tekið var við umbótasérfræðing hjá Össuri en megindlegi hlutinn er spurningakönnun sem lögð var fyrir þrjátíu starfsmenn fyrirtækisins.
  Megintilgátur rannsóknarinnar eru eftirfarandi: Að straumlínustjórnun auki skilvirkni og stytti framleiðsluferli. Einnig að straumlínustjórnun auki starfsánægju starfsmanna.
  Helstu niðurstöður eru þær að innleiðing straumlínustjórnunar hefur skilað Össuri mikinn ávinning svo sem styttri framleiðsuferli, skilvirkari störf og bættri starfsánægju.
  Lykilorð: Straumlínustjórnun, Gæði, Skilvirkni, Breytingastjórnun, Stjórnun.

 • Útdráttur er á ensku

  Lean management is a methodology that has raised awareness in manufacturing and service companies last couple of years. The core idea is to maximize customer value while minimizing waste. Lean management made its mark in the early 90´s when the car manufacturing industry realized there was something special with Toyota's manufacturing process.
  The purpose of this study is to explore the benefits of the
  implementation of Lean manufacturing in Össur. The guiding research question was: What is the benefit of implementing Lean philosophy?
  To come to a conclusion both qualitative and quantitative research was
  conducted by author. The qualitative part was an interview with improvement specialist at Össur and the quantitative part was a questionnaire submitted to 30 employees at Össur.
  The main hypotheses are that lean management improves efficiency and
  shorten the production process. Also that lean management improves job
  satisfaction. The results showed that the implementation of Lean management in Össur has produced great benefits such as shorter manufacturing process, more efficient work and improved job satisfaction.
  Key words: Lean management, Quality, Efficiency, Change management,
  Management.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 24.4.2022.
Samþykkt: 
 • 6.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27857


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingunn Lára skemman.pdf2.88 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf190.57 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna