is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27859

Titill: 
 • Afdrif íslenskra skipa og þróun öryggis á tímabilinu 1900-1970
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Íslendingar nútímans þekkja varla tíðindi sem segja frá mannslátum við sjóslys. Tæknivæddur flotinn er nær ósökkvanlegur og björgunaraðstoð þyrlu eða nálægs skips er yfirleitt skammt undan og fréttir fljótar að berast. Árið 2014 lét til að mynda enginn sjómaður lífið úti á sjó. Öryggi sjómanna var samt ekki alltaf svona gott og um aldamótin 1900 voru mannskæð slys á sjó einn helsti skaðvaldur íslensku þjoðarinnar. Markmið ritgerðarinnar er að kanna þróun sjóslysa á tímabilinu 1900-1970 og sjá hverjir lykilþættir voru í bættu öryggi sjómanna á Íslandi.
  Hvernig var öryggismálum háttað við aldamótin 1900? Hverjar voru helstu ástæður þess að skip fórust og breyttust þær eftir því sem leið á öldina. Í ritgerðinni eru jafnframt greind töluleg gögn um afdrif íslenskra skipa og þróun mannsfalla (drukknanna) í íslenskum sjávarútveg á tímabilinu 1900-1970 .
  Það sem ritgerðin leiddi í ljós er að öryggismál voru aftarlega í forgangsröðun sjávarútvegsins árið 1900. Íslendingar voru farnir að gera út stærri skip sem áttu að auka öryggi. Sjósókn á opnum vélarlausum bátum lagðist að mestu af 1928 en tíðni skipa sem fórust minnkaði lítið ef litið var á stærð flotans. Þegar „ósökkvandi“ fley flotans sukku voru menn alltaf jafn hvumsa en umræðan sem skapaðist í kjölfarið leiddi m.a. af sér stofnun Slysavarnafélags Íslands (S.V.F.Í.) árið 1928 sem lyfti grettistaki í öryggismálum sjófarenda.
  Það var samt ekki fyrr en eftir seinna stríð að virkilega fór að rofa til í öryggismálum. Enn og aftur gekk flotinn í gegnum endurnýjun og stríðið gaf af sér tæki (ratsjá, gúmmíbjörgunarbát og hentugri talstöðvar) sem stuðlað hafa að því öryggi sem sjófarendur búa við í dag.
  Lykilorð: Þróun, Sjóslys, Skip, Öryggi, S.V.F.Í. 

 • Útdráttur er á ensku

  Nowadays Icelanders hardly notice any news related to marine casualties or fishermen in danger at sea around the Icelandic coastline. The technically advanced fleet is almost unsinkable and if anything happens, support from a helicopter or a nearby ship is usually not far away. In 2014, not a single fisherman died at sea around the Icelandic coastline. The safety of seafarers wasn‘t always sufficient and by the turn of the 1900's many people died at sea and it was a huge loss for the Icelandic nation. The aim of this paper is to research the development of marine
  accidents in the period of 1900-1970 and see which were the key factors in improving the safety of seafarers in Iceland.
  How was security at the turn of the 1900s? What were the main reasons why ships were lost and changed in the course of the century. The essay also analyzes numerical data on the fate of Icelandic vessels and the development of drowning in the Icelandic fisheries industry in the
  period of 1900-1970.
  What the paper revealed is that safety issues were the top priority of the fisheries industry in 1900. Icelanders had begun to build larger ships that increased safety. Around 1928 there was a large decrease in the number of open boats but still the frequency of marine casualties was proportionally unchanged compared to the size of the fleet. People were surprised when they heard news of sinking ships because the new vessels were supposed to be save. After speculations and discussions the Accident Investigation Company of Iceland (S.V.F.I) was established in 1928, which would cause enormous change in the security of seafarers
  However, it was not until after the second war that the focus was really turned towards security. Once again the fleet went through renewal and the war provided devices (radar, rubber rescue boat and convenient radio stations) that contributed to the safety of seafarers today.
  Keyword: Innovation, Marine Accidents, Ships, Safety, S.V.F.Í.

Samþykkt: 
 • 6.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27859


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skil á pdf.pdf1.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna