is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27860

Titill: 
 • Málörvun á leikskólastigi með lestri bóka : kennsluáætlanir og verkefnasafn
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Málþroski barna byrjar strax við fæðingu með samskiptum við foreldra og fjölskyldu. Samvera með börnum er lykilatriði í velferð þeirra til framtíðar. Bóklestur er einnig mikilvægur í uppeldi barna. Bóklestri fylgir ríkur orðaforði sem börn heyra síður í samskiptum sín á milli og með fullorðnum. Orðaforði er grundvallarþáttur þess að börn skilji talað og lesið mál í framtíðinni. Til þess að börn geti öðlast góðan orðaforða þarf að lesa fyrir þau og tala við þau.
  Verkefnið fjallar um mikilvægi málörvunar og hvað lestur bóka getur haft mikil áhrif á málþroska barna. Gerð er tilraun til að svara tveimur spurningum, af hverju málþroski er börnum mikilvægur og hvort bóklestur ýti undir frekari málþroska barna og þá hvernig? Kenningar fræðimanna um þroska og máltöku barna sýna fram á hve hlutverk okkar sem kennara og foreldra er mikilvægt á þroskabraut barnsins. Hugtökin, sem notuð eru um þroska barna svo sem bernskulæsi, málþroski, orðaforði og hljóðkerfisvitund eru útskýrð ásamt nokkrum öðrum sem fjalla um hvaða hlutverki þessir þættir gegna á þroskabraut barna og hvernig bóklestur getur aukið möguleika barnsins til framtíðar. Hlutverk foreldra og kennara er að setjast niður með börnunum og vera lykilpersónur í því að kynna þeim heim barnabókanna. Að lokum fylgja kennsluáætlanir fyrir blandaðan aldurshóp. Þær sýna hvernig hægt er að efla þessa þroskaþætti á skemmtilegan hátt með börnum. Öflugasta námsleið barna er að þau læri í gegnum leik.

 • Útdráttur er á ensku

  Children's language development begins as soon as they are born through communication with their parents and family. Spending time with children is key to help them reach their full potential. Reading books is also important in children's upbringing. Reading offers children a rich vocabulary which they do not hear or use when communicating with their parents or friends (equals). Vocabulary is essential to children so that they understand both written and spoken language when they grow older. For an ample vocabulary it is necessary to read and talk to them so that they acquire proper vocabulary.
  This assignment focuses on the importance of language stimulation and how reading books to children can have a great impact on their language development. The following questions will be answered: Why is language development important to children and how does reading books to them enhance language development? Theories on children’s development and language acquisition show how an important role teachers and parents play in children’s evolvement. The concepts, emergent literacy, language development, vocabulary and phonological awareness, are defined and discussed, among few others, to explain the role of these factors on children’s development and how reading books can improve their potential for the future. Parents and teacher’s role is to sit down with children and introduce them to the magical world of books. Finally, attached are syllabus for mixed age groups that show how it is possible to strengthen language development by having fun because the most effective way for children to learn is through play.

Samþykkt: 
 • 6.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27860


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni til B.Ed - Málörvun á leikskólastigi með lestri bóka.pdf1.92 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna