is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27863

Titill: 
 • Upplifun mæðra af umönnun fagaðila tengt brjóstagjöf : helstu vandamál og bjargráð
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að veita innsýn í upplifun mæðra af umönnun sem fagaðilar veita þeim við brjóstagjöf ungbarna. Einnig er tilgangurinn að varpa ljósi á þau bjargráð sem mæður telja mikilvæg þegar upp koma vandamál í tengslum við brjóstagjöf. Áætla má út frá niðurstöðum rannsókna að góð þekking fagaðila á umönnun mæðra við brjóstagjöf ungbarna hafi jákvæð áhrif á framgang brjóstagjafar, hvort sem um ræðir fjölbyrjur eða frumbyrjur. Góður stuðningur bæði í upphafi brjóstagjafar og út brjóstagjafatímabilið er mæðrum afar mikilvægur til að stuðla að farsælli brjóstagjöf. Stuðningur við mæður er misjafn milli fagaðila og mikilvægt er að samhæfa þá þjónustu sem í boði er og að fagaðilar veiti allir sömu upplýsingar. Mæður sem upplifa vandamál við brjóstagjöf þurfa að fá viðeigandi fræðslu um bjargráð við vandamálunum til þess að minni líkur verði á því að þær hætti með börn sín á brjósti fyrr en áætlað var. Þær rannsóknarspurningar sem lagt var upp með eru: Hver er upplifun mæðra af umönnun fagaðila tengt brjóstagjöf ungbarna? Hvaða bjargráð telja mæður mikilvæg þegar upp koma vandamál í tengslum við brjóstagjöf? Við framkvæmd fyrirhugaðrar rannsóknar verður notast við eigindlega aðferðarfræði byggða á fyrirbærafræði Vancouver-skólans. Tekin verða opin djúpviðtöl við 5-15 mæður en þær verða valdar eftir fyrirfram ákveðnum skilyrðum. Með þessari rannsóknaraðferð er von höfunda að mögulegt sé að veita innsýn í viðfangsefnið.
  Lykilhugtök: brjóstagjöf, nýburi, stuðningur, vandamál, bjargráð mæðra.

 • Útdráttur er á ensku

  This research proposal is a final thesis towards a B.S. degree in nursing at the University of Akureyri. The purpose of this research is to give an insight into mothers experience of professional support regarding breastfeeding and also to highlight the coping strategies mothers find important when breastfeeding problems occur. It is estimated according to research results, that good knowledge of professionals when they provide care to breastfeeding mothers has positive effects on the progression of breastfeeding, whether they are primiparas or multiparas. Having good support from professional caregivers from the beginning and throughout the breastfeeding period is paramount to a successful breastfeeding. Support is different between professionals and it is important to coordinate the service that is available to mothers and that all professionals provide the same information about breastfeeding. Mothers who experience breastfeeding problems need to receive appropriate information how to cope with it to reduce the risk of early breastfeeding cessation. The following research questions was set forth: How do mothers experience the care from professionals regarding the breastfeeding of infants? What coping strategies do mothers find important when problems occur during breastfeeding? This thesis is done using the qualitative research method based on the Vancouver-School in phenomenology. Depth-interviews would be taken to 5-15 mothers that would be chosen by predetermined qualifications. Using this research method, it is the authors’ expectations to give an insight into the subject.
  Key words: breastfeeding, newborn, support, problems, mothers’ coping.

Samþykkt: 
 • 6.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27863


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Upplifun mæðra af umönnun fagaðila tengt brjóstagjöf - Helstu vandamál og bjargráð.pdf707.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna