is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27866

Titill: 
  • Annað mál eða erlent mál? : staða ensku á Íslandi skoðuð í samanburði við hæfniviðmið Aðalnámskrár
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í gegnum tíðina hefur íslenska þjóðin orðið fyrir margvíslegum ytri áhrifum annarra tungumála sem hafa haft mótandi áhrif á þjóðfélagið og kennslu þessara tungumála. Staða ensku á Íslandi hefur tekið töluverðum breytingum undanfarin ár og þörf er á frekari umræðu um breytta stöðu tungumálsins. Þær fáu rannsóknir sem hafa verið gerðar á þessu sviði hafa leitt í ljós að viðhorf Íslendinga til ensku er almennt jákvætt. Í þessari ritgerð er fjallað um vaxandi áhrif ensku á Íslandi og þá sérstaklega í ljósi nýjustu Aðalnámskrár grunnskólanna. Markmið ritgerðarinnar er að vekja athygli á þessari breyttu stöðu ensku á Íslandi og bera saman við þær kröfur sem gerðar eru til nemenda á grunnskólaaldri og hvaða hæfni er ætlast til að þeir hafi tileinkað sér í tungumálum við lok grunnskólanáms. Niðurstöðurnar sýna að kröfur um færni í ensku og dönsku eru þær sömu þrátt fyrir mismikið áreiti. Íslendingar heyra og lesa ensku nánast daglega og tileinka sér ágætis samskiptafærni í ensku á meðan danska er ekki daglegur hluti af lífi þeirri. Þrátt fyrir góða samskiptafærni í ensku eru þeir aftur á móti verr staddir þegar nota á tungumálið í akademísku umhverfi. Í því samhengi virðist vera þörf á því að endurskilgreina stöðu ensku hér á landi og taka mið af þessari breyttu stöðu tungumálsins þegar hæfniviðmið eru samin og sett fram fyrir grunnskóla landsins.

  • Útdráttur er á ensku

    Over time, the Icelandic nation has been exposed to influences from other languages that have shaped the society and the development of language learning. The status and increased presence of English in Iceland has changed immensely in the past few years and has furthered the need for discussion of this changed position. The few studies that have been conducted on this issue have shown that the attitude towards English language learning is generally positive among Icelanders. This thesis focuses on the increasing effect of English in Iceland in relation to the competence criteria for foreign languages in the Icelandic National Curriculum guide for compulsory schools. The main goal of this thesis is therefore to shed a light on this changed position of English in Iceland in comparison to the competence levels required of students by the end of their compulsory education. The results show that despite the amount of difference in influence the requirement levels for English and Danish are the same. Icelanders hear and read English almost on a daily basis and can hold up a conversation but Danish is not a part of their daily lives. Despite their good conversation skills they have issues using the language in an academic environment. In this context, it seems vital to re- examine the status of English in Iceland and consider that changed status when competence levels are composed and presented to the schools.

Samþykkt: 
  • 6.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27866


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KarenHansen_Annad_Mal_Eda_Erlent_Mal_B.Ed.ritgerd.pdf642.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna