is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2787

Titill: 
  • Viðhorf lögreglumanna til þolenda afbrota og tengsl þeirra við starfsþrot
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangurinn með rannsókn þessari er að skoða viðhorf lögreglumanna og löglærðra fulltrúa til þolenda afbrota og athuga tengsl slíkra viðhorfa við starfsþrot (e. burnout) sömu stétta. Helstu tilgátur voru að þátttakendur hefðu fyrirfram ákveðnar hugmyndir um eðlilega hegðun þolenda og að hegðun þolenda væri á einhvern hátt lýsandi fyrir sannsögli þeirra. Búist var við að munur væri á starfsþrotum þátttakenda eftir embættum sem þeir starfa hjá. Einnig var búist við að þeir sem mældust með mikil starfsþrot væru líklegri til að hafa fyrirfram ákveðnar hugmyndir um þolendur.
    Þátttakendur voru lögreglumenn og löglærðir fulltrúar af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Lagðir voru fyrir þá tveir spurningalistar, annar til að meta viðhorf til þolenda en hinn til að meta starfsþrot. Niðurstöður sýndu að þátttakendur töldu hegðun þolenda, í einhverjum tilvikum, vera merki um sannsögli. Starfsþrot mældust óveruleg en þó meiri en þegar listinn var lagður síðast fyrir sama hóp. Þeir sem mældust með hærri starfsþrot töldu hegðun frekar vera merki um sannsögli.

Samþykkt: 
  • 25.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2787


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga Lara Haarde ritgerd_fixed.pdf927.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna