Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27872
Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri, vormisserið 2017. Í ritgerðinni er fjallað um mikilvægi lestrar og hvaða undirþætti þarf að styðjast við í lestrarnámi. Einnig verður komið inn á dyslexíu og hlutverk foreldra í lestrarnámi barna sinna. Sagt verður frá kenningum Ehri um sjónrænan orðaforða og kenningu Gough um einfalda lestrarlíkanið. Báðar kenningarnar segja frá því hvernig lestrarferli barna þróast.
Rannsóknir hafa sýnt að orðaforði og umskráning skipta miklu máli í lestrarnámi barna ásamt því að hafa góðan lesskilning. Einnig hefur verið sýnt fram á að börn sem hafa ekki nægilega sterka hljóðkerfisvitund eru líklegri til að greinast með dyslexíu. Til að einstaklingur teljist læs þarf hann að geta lesið fyrirhafnarlaust og skilið innihaldið í textanum. Því er mikilvægt að notast við góðar lestrarkennsluaðferðir. Farið verður í fjórar lestrarkennsluaðferðir sem byggjast á undirstöðuþáttum læsis.
Foreldrar skipta miklu máli í lestrarnámi barna sinna og þurfa að styðja vel við bakið á þeim. Umhverfið sem barnið elst upp í skiptir einnig máli en sýnt hefur verið fram á að börn sem alast upp þar sem bækur eru sýnilegar og það er lesið fyrir þau, koma betur undirbúin þegar lestrarnám hefst í grunnskóla.
Höfundur þessarar ritgerðar telur að mikilvægt sé að börn fái góða kennslu við lestrarnámið og að börn sem greinast með dyslexíu fái alla þá aðstoð sem þau þurfa á að halda. Allt nám byggir á lestri og er því mikilvægt að nemendur fái þá kennslu og þann stuðning sem þeir þurfa.
This thesis is the final assignment towards a B.Ed. degree at the University of Akureyri, in the spring term of 2017. The paper discusses the importance of reading and which elements are required to support literacy. Points are made of dyslexia and the role of parents in their
children's literacy. Both Ehri's theory of visual vocabulary and Gough's teaching of the simple reading model, will be presented. These theories both relate to the development of children's reading skills. Studies have shown that vocabulary and word deciphering is highly important to a child's literacy as well as good reading comprehension. It has also been shown that children who lack substantial phonological awareness are more likely to be diagnosed with dyslexia. For a individual to be considered well literate, he/she must be able to effortlessly read and have an
understanding of the text contents. It is therefore important to use good literacy teaching methods. Four teaching methods based on the fundamental aspects of literacy will be examined.
Parents play a vital role in their children's literacy and there is a great need for their support in the child's reading development. A child's environment is also important, as it has been shown that children who grow up where books are visible within the home and are read to, are better prepared when they start to learn to read in primary school. The author of this paper finds that it is of vital importance that children get comprehensive education in reading and that children who are diagnosed with dyslexia receive all the support they require. All fundamental learning is reading based and it is important that all
students receive the tuition and support they need.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Að vita meira í dag en í gær (B.Ed-Mekkin).pdf | 1,03 MB | Lokaður til...31.12.2028 | Heildartexti |