is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27875

Titill: 
 • Heildræn nálgun í líknarmeðferð : sálfræðimeðferð og sálgæsla deyjandi einstaklinga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Dauðinn getur reynst ógnvænlegt fyrirbæri sem er oft erfitt að takast á við. Dauðaferlið hefur gjarnan í för með sér sárar og flóknar tilfinningar og upplifanir. Rannsóknir á áhrifum sálfræðimeðferða á líðan deyjandi einstaklinga hafa leitt af sér ýmsar meðferðanálganir sem virðast líklegar til árangurs. Einnig er að finna fjölda rannsókna sem leggja áherslu á mikilvægi tilvistarlegra og trúarlegra þátta í líðan fólks sem tekst á við lífsógnandi sjúkdóma. Hver einstaklingur nálgast dauðann á sinn eigin persónulega hátt og því getur reynst erfitt að þróa meðferðir sem mæta þörfum hvers og eins. Það er mikilvægt að sjúklingar hafi aðgang að fagaðilum sem hafa menntun og reynslu til að sinna þessum ólíku þörfum. Því er nauðsynlegt að á sjúkrahúsum og líknardeildum sé hægt að kalla til sálfræðinga og presta þegar þörf er á. Markmið ritgerðarinnar var að varpa ljósi á þær ólíku tilfinningar og upplifanir sem deyjandi einstaklingar gætu þurft að takast á við. Auk þess var fjallað um hvaða hlutverk sálfræðingar og prestar geta spilað í líknarmeðferðinni, bæði gagnvart hinum deyjandi og aðstandendum. Farið var yfir uppbyggingu og áhrif ólíkra meðferðarnálgana sem gætu hjálpað meðferðaraðilum að finna úrræði til að bæta líðan sjúklinga. Sérstök áhersla var lögð á mikilvægi heildrænnar nálgunar í umönnun deyjandi einstaklinga.
  Lykilorð: líknarmeðferð, deyjandi einstaklingar, sálfræðimeðferð, sálgæsla

 • Útdráttur er á ensku

  Death can be a frightening thing which people often find hard to deal with. The process of dying can bring to front painfull and complicated emotions and experiences. Research on the effects of psychotherapy on the well-being of dying patients have generated different treatment approaches that are considered likely to succeed. There are also many research that emphasize the importance of existential and spiritual factors in the well-beeing of people dealing with life threatening diseases. Each individual approches death in his/hers own personal manner. Therefore it can be difficult to develop treatments that address every need. It is important that patients have access to trained professionals that have the appropriate education and experience to help them deal with those needs. That is why hospitals and palliative care units should be able to provide patients with care from both psychologists and pastors when needed. The purpose of this paper was to shed a light on the different emotions and experiences that the dying might have to deal with. In addition the role of psychologists and pastors in palliative care was discussed, regarding patients and their relatives. The structure and effect of different treatment approaches were considered with the purpose of helping therapists to find the appropriate ways to promote well-beeing among patients. Particular emphasis was placed on the importance of a holistic approach in palliative care.
  Keywords: palliative care, dying individuals, psychotherapy, pastoral care

Samþykkt: 
 • 6.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27875


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - HPR.pdf451.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna