is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27876

Titill: 
  • Okkar eigin fjölmiðill : áhrif samfélagsmiðla á hina hefðbundnu fjölmiðla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verða tengsl hinna hefðbundnu fjölmiðla við hina nýtilkomnu samfélagsmiðla, svo sem Facebook og Twitter, skoðuð. Markmiðið var að komast að því hvort að samfélagsmiðlarnir hafi áhrif á hraða fjölmiðlunnar og hvort að boðleiðir í fjölmiðlum hafi styst með tilkomu samfélagsmiðlanna. Gengið var út frá því að samfélagsmiðlarnir hafi leitt til aukins hraða í fjölmiðlun og að með tilkomu samfélagsmiðla hafi boðleiðir fjölmiðlanna orðið styttri en þekktust áður. Til að skoða þessi tengsl voru tekin viðtöl við tvo einstaklinga sem hafa lifað og hrærst í hringiðu fjölmiðlanna undanfarin 40 ár. Þetta eru þeir Skapti Hallgrímsson, blaðamaður hjá Morgunblaðinu og Ögmundur Jónasson, fyrrum fréttamaður hjá RÚV og fyrrverandi Alþingismaður. Ég spurði þá hvernig ferlinu frá því fregnir bárust af einhverju og þar til það var orðið að frétt var háttað þegar þeir hófu störf, hvað hafi breyst síðan þá og hvort samfélagsmiðlarnir hafi haft áhrif á þessar breytingar. Einnig voru þeir spurðir út í það hvort að fréttamatið sem slíkt hafi eitthvað breyst á tíma þeirra í fjölmiðlum. Auk viðtalanna eru tekin tvö dæmi um mál sem hafa sprottið upp á Facebook og í kjölfarið náð mjög hratt inn á borð stóru landsfjölmiðlanna.
    Þeir Skapti og Ögmundur telja báðir að hraðinn hafi aukist gríðarlega undanfarin ár og tilkoma samfélagsmiðlanna spili þar stórt hlutverk. Að þeirra mati er fréttamatið sem slíkt enn það sama en það má þó segja að meira komist í gegn um síuna en áður vegna þess að í dag eru menn ekki eins háðir plássi blaðanna. Internetið býður upp á endalaust pláss og endalausa möguleika. Þessu til stuðnings sýna dæmin, sem skoðuð eru, fram á þann mikla hraða sem er í fjölmiðlun nútímans. Venjulegt fólk setur færslu á samfélagsmiðil og um klukkutíma síðar er færslan aðgengileg öllum landsmönnum á stóru netfréttamiðlunum. Niðurstöðurnar eru því í samræmi við það sem gengið var út frá í upphafi. Hraðinn hefur aukist og boðleiðir styst. Þó verður að taka tillit til þess að þessi rannsókn byggir að mestu á huglægu mati tveggja manna og því þarf að kanna áhrif samfélagsmiðla á fjölmiðlana betur með mun stærra úrtaki.
    Lykilhugtök: Samfélagsmiðlar, fjölmiðlar, hraði, Facebook, fréttir

  • Útdráttur er á ensku

    In this study the connection between the mass media and the new social media, i.e. Facebook and Twitter. The aim was to find out if social media affects the speed in mass media and if the channel of medium has gotten shorter because of social media. The hypothesis state that the social media has affected the speed in mass medium and that with social media the channels in media are shorter than before. To look closer on the connection of social media and mass media I interviewed two men who have worked in and around the mass media for nearly 40 years. They are Skapti Hallgrímsson, a journalist for Morgunblaðið, and Ögmundur Jónasson, ex reporter for RÚV and an ex member of the Icelandic Congress. I asked them how a bulletin became news back in the days when they started on the job, what has changed since than and if social media had anything to do with these changes. I also asked them if the news value had changed in there time around the mass media. In additon to the interviews there are two examples that involve cases which have come up on Facebook and subsequently on the table of the big nation wide media.
    Both Skapti and Ögmundur think that the speed has increased over the last few years and that social media plays a big part in that evolution. In their opinion the news value is still the same as before but you could say that more things slip through the filter than before because we are not as depentend up on newspaper space. The internet has limitless space and endless possibilities. In support of this our examples showcase the extreme speed in modern mass media. Ordinary people update their status on a social media and about an hour later the status is accessible to the whole nation on news page online. The results are as expected. Speed in mass media has increased and the channel has shortend. Although it must be taken in consideration that this study is based on a subjective opions from two persons and therefore the subject must be studied further with a bigger sample.
    Keywords: Social media, mass media, speed, Facebook, news.

Samþykkt: 
  • 6.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27876


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Okkar eigin fjölmiðill.pdf1,32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna