Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27877
Markmið þessarar rannsóknar er að skoða siðferði í rannsóknarblaðamennsku með hliðsjón af siðareglu þrjú hjá Blaðamannafélagi Íslands. Rannsóknarspurningin er „hvar liggja mörkin“, hvað er leyfilegt og hvað ekki? Reynt verður að leggja mat á hversu sterkur mannlegi þátturinn er í vinnu blaða- og fréttamanna og hvort þeir séu meðvitaðir um siðareglurnar. Úrtakið er fimm karlmenn. Þrír þeirra eru ritstjórar og tveir eru reynslumiklir blaðamenn sem vinna ekki við fjölmiðla í dag. Spurningarnar sem lagðar voru fyrir lúta að hvort birta eigi í fjölmiðlum, myndir af fólki sem teknar hafa verið án þess vitundar, og um notkun nafnlausra heimilda. Að lokum er spurt hvernig þátttakendur sjái fyrir sér framtíð rannsóknarblaðamennsku á Íslandi. Samhljómur var í svörum þátttakenda um myndbirtingar og notkun nafnlausra heimilda. Allir vildu virða friðhelgi einkalífsins. Undantekningar frá þeirri reglu eru aðeins gerðar ef mál á brýnt erindi inn í samfélagsumræðuna og þarf þá að meta hvert tilvik fyrir sig. Allir voru sammála um að ekki skuli nota nafnlausar heimildir nema fá þær staðfestar frá a.m.k tveimur eða fleiri mismunandi aðilum. Hópurinn klofnaði hins vegar í afstöðu sinni til framtíðar rannsóknarblaðamennsku á Íslandi. Þrír voru svartsýnir og tveir bjartsýnir.
Lykilhugtök: Rannsóknarblaðamennska, siðareglur, myndbirtingar, nafnlausar heimildir.
The aim of this research is to examine ethics in investigative journalism, regarding the ethic code no. 3 at The Icelandic Union of Journalists. The research question is “where are the limits”, what is allowed and what is not. Attempt will be made to assess how strong the human factor is in the work of journalists and whether they are aware of the ethics. The sample is five men. Three of them are editors and two are experienced journalists who do not work in the media now. The questions they resigned were whether to publish images of people in the media, that had been taken without their awareness, and about use of anonymous sources. Finally, participants will be asked how they estimate the future of investigative journalism in Iceland. Their answer about whether to publish images of people in the media, that had been taken without their awareness, were consistent. As were the answers about use of anonymous sources. Everyone concurred they should not use anonymous source unless it was confirmed by at least two or more different sources. But participants clove in two groups in the final question, about how they estimated the future of investigative journalism in Iceland. Three were pessimistic and two optimistic.
Key concepts: Investigative journalism, ethics, image publishing, anonymous sources.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA í fjölmiðlafræði pdf Jóna.pdf | 705.31 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |