is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27879

Titill: 
 • Afreksíþróttafólk og sálfræðiþjónusta á Íslandi : viðhorf sérsambanda undir Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands til sálfræðilegra þátta og sálfræðinga í tengslum við afreksíþróttafólk þeirra
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Sálfræðingar spila sífellt stærri þátt í afreksíþróttaheiminum og rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á mikilvægi sálfræðilegra þátta í íþróttum. Þrátt fyrir það er mikið bil á milli þess hversu mikilvægir sálfræðingar eru í íþróttum og hversu mikið samstarfið milli þeirra og afreksíþróttafólks er í raun og veru. Viðhorf afreksíþróttafólks til sálfræðiþjónustu hefur verið rannsakað og almennt benda niðurstöður til þess að þeirra viðhorf sé jákvætt. Þess vegna er nauðsynlegt að skoða viðhorf þeirra sem eru í umhverfi afreksíþróttafólksins.
  Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf sérsambandanna undir Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) til sálfræðilegra þátta og sálfræðinga í tengslum við afreksíþróttafólk þeirra. Spurningakönnun var send út á öll þrjátíu og tvö sérsamböndin í samstarfi við afrekssvið ÍSÍ. Markmiðið var að fá fram viðhorf sérsambandanna ásamt því að kanna í hverju aðgengi að sálfræðingum væri fólgið að mati sérsambandanna. Að lokum var reynt að varpa ljósi á hvað vantaði upp á til þess að auka samstarf þeirra á milli og hvað væri hægt að bæta.
  Átta sérsambönd svöruðu könnuninni og voru niðurstöðurnar breytilegar frá einu sérsambandi til annars. Á heildina litið var viðhorf sérsambandanna til sálfræðiþjónustu jákvætt og töldu flestir að samstarf við sálfræðinga væri mikilvægt. Meiri hluti sérsambandanna var í markvissu samstarfi við sálfræðinga og töldu þau sérsambönd mikilvægt að auka samstarfið enn frekar í framtíðinni. Aftur á móti voru þau sérsambönd sem ekki voru í markvissu samstarfi nú þegar, ekki með eins skýr markmið um að bæta úr því í framtíðinni. Niðurstöður sýndu einnig fram á að mörg sérsambönd töldu sig vanta aukið fjármagn til að bæta samstarfið og að aðgengi að sálfræðingum sem sérhæfa sig í að starfa með afreksíþróttafólki hér á landi mætti vera betra og sýnilegra.
  Lykilorð: Afreksíþróttafólk, sérsambönd, sálfræðingar, viðhorf, aðgengi

 • Útdráttur er á ensku

  Psychologists are playing an increasingly bigger role in the elite athlete world and research has consistently pointed out the importance of psychological factors in sports. Still, there is a gap between how important psychologists are in sports and how much they are in fact involved. Research on elite athletes’ views towards sport psychology has shown that over all the view is positive, so it’s important to look further and find out how the view towards psychology is with the people around the athletes.
  The purpose of this study was to find out the view towards psychology within the national federations in the Organization of the National Olympic and Sports Association of Iceland (ÍSÍ), in relation with their elite athletes. The national federations are thirty-two and a questionnaire was sent out to all of them in collaboration with ÍSÍ. The aim of this study was to get a sense of their view towards sport psychology, see how the accessibility is for psychologists who specialize in working with athletes and find out what is missing so the federations can have a better collaboration with psychologists.
  Eight national federations answered the questionnaire and the results varied from one federation to another. Overall the national federations had positive views towards sport psychology and most of them thought that collaboration with psychologists was important. Mostly, the federations were in collaboration with psychologists and their goal was to improve it more in the future. Those federations who were not in collaboration with psychologist also did not have any specific plans to do so in the future. The results also indicate that many of the federations needed more financial resources to have more and better collaboration with psychologists and the accessibility of psychologists who specialize in working with athletes in Iceland needed to be better and more visible.
  Keywords: Elite athletes, national federations, psychologists, view, accessibility

Samþykkt: 
 • 6.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27879


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Afreksíþróttafólk og sálfræðiþjónusta á Íslandi - Telma Eiðsdóttir.pdf314.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna