is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2788

Titill: 
  • „Zippý er hluti af okkar lífi hér í skólanum.“ Eigindleg rannsókn á námsefninu Vinir Zippýs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Megintilgangur þessarar ritgerðar var að öðlast skilning á þeim möguleikum sem námsefnið, Vinir Zippýs, hefur við eflingu félags- og tilfinningaþroska nemenda á yngsta stigi grunnskóla. Til þess að fá aukin skilning á því voru tekin opin viðtöl við fjóra grunnskólakennara sem valdir voru markvisst. Voru þeir spurðir hvernig þeim líkaði efnið, hvernig þeim fannst það henta nemendum og hvort þeim fannst nemendur tileinka sér þá færni sem verið er að þjálfa þá í með námsefninu. Til þess að fá betri yfirsýn yfir sviðið sem verkefnið gengur út á er farið yfir helstu kenningar og fræði að baki skólastarfs er kemur að tilfinninga-, félags- og siðgæðisþroska barna á aldrinum 6-10 ára. Þá er fjallað um mikilvægi félags- og tilfinninganáms og hlutverk grunnskóla er kemur að því námi með tilliti til laga og aðalnámsskrár grunnskóla. Eins er fjallað um þrjú samskiptanámsefni til viðbótar við Vini Zippýs, sem beinast að félags- og samskiptafærni nemenda og varpa ljósi á þá möguleika sem í boði eru fyrir grunnskóla í tengslum við slíkt nám. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að kennarar voru almennt ánægðir með efnið. Þeim fannst það henta börnunum vel og tóku eftir framförum hjá þeim í samskiptum og tjáningu tilfinninga sinna. Nemendunum fannst efnið skemmtilegt og gaman í Zippýkennslustundum. Í ljós kom að hægt er að vinna með efnið á margvíslegan hátt og náðu kennararnir að sníða það og kennslu þess að hópnum sem þeir kenndu.

Samþykkt: 
  • 25.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2788


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil_fixed.pdf480.9 kBLokaðurHeildartextiPDF