Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27882
Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort að tengsl væru á milli áfengisneyslu og kynhegðunar meðal íslenskra ungmenna, en til þess að skoða það var notast við íslenska hlutann úr gagnasafni hinnar alþjóðlegu rannsóknar Health Behaviors in School-aged Children (HBSC). Notast var við svör ungmenna úr 10. bekk frá árunum 2013/2014, en þátttakendur voru samtals 3.431; þar af voru stúlkur 1.696 talsins, og strákar 1.735. Niðurstöður leiddu í ljós samvirkni á milli magn áfengis, samfara og kyns (F(3,3414) = 120,2; p = 0,01), en magn áfengis hefur áhrif á það hvort að þátttakendur séu farnir að stunda samfarir óháð kyni. Líkur á því samförum jukust eftir því sem magn áfengis hækkaði. Fjölbreytudreifigreining sýndi ekki samvirkni á milli kyns og drykkju á notkun smokks eða annarra getnaðarvarna. Hins vegar kom í ljós samvirkni milli getnaðarvarnarpillunnar og kyns á að stunda samfarir (F(2,888) = 8,281; p = 0,01). Notkun getnaðarvarnarpillu hefur því áhrif á það hvort þátttakendur séu byrjaðir að stunda samfarir ef skoðað er út frá kyni.
Lykilorð: Lotudrykkja unglinga, áfengisdrykkja unglinga, kynlíf, áfengi, kynhegðun, áfengisdrykkja unglinga og áhættuhegðun.
The goal of the current study was to examine the link between adolescent alcohol consumption and sexual behavior among Icelandic teenagers, using Icelandic data from the international survey Health Behaviors in School-aged Children (HBSC). This research was based on data from 2013/2014, with 3.431 participants including 1,696 adolescent female and 1,735 male. Results indicate a statistically interaction between amounts of alcohol, being sexually active, and gender (F(3,3414) = 120,2; p = 0,01). Amount of alcohol affects the likelihood of being sexually active regardless of gender. With increased amount of alcohol consumption followed increased chances of being sexually active. Univariate ANOVA did not support a hypothesis of an interaction between alcohol consumption and use of contraception. It did however support the interaction between the contraceptive pill and gender on being sexually active (F(2,888) = 8,281; p = 0,01). Use of the contraceptive pill affects the likelihood of being sexually active regardless of gender.
Keywords: Teenage binge drinking, teenage drinking, sex, alcohol, sexual behavior, teenage drinking and risk behaviour.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fanney-et-al..pdf | 482,02 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |