Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/27885
Viðfangsefni þessa verkefnis er íslenskt málfar í fjölmiðlum. Markmið verkefnisins er að reyna að svara því hvort fjölmiðlafólk sé meðvitað um það að vanda til máls og skoða hvaða kröfur séu gerðar til málfars í fjölmiðlum. Fjallað er um þróun íslensks máls og gildi góðs texta. Saga fjölmiðlanna RÚV, Morgunblaðsins og Vísis er rakin og hvaða stefnubreytingar hafa orðið á þeim fjölmiðlum. Tekin eru viðtöl við Eirík Rögnvaldsson, íslenskufræðing og Kristínu M. Jóhannesdóttur, lektor við Háskóla Íslands og kannað hvert viðhorf þeirra er til þeirra breytinga sem eru að eiga sér stað í tungumálinu. Einnig eru tekin viðtöl við ritstjóra mbl.is, blaðamann á Fréttablaðinu og nýráðinn starfsmann hjá Ríkisútvarpinu. Niðurstaða verkefnisins er að fjölmiðlafólk er almennt meðvitað um það að vanda til máls í fjölmiðlum. Fjölmiðlafólk vinnur undir miklu álagi og hraðinn sem viðgengst innan fjölmiðlanna er oft og tíðum svo mikill að ekki gefst alltaf tími til að lesa fréttir yfir áður en þær eru birtar. Niðurstöður viðtalanna er sú að fjölmiðlar gera ríkar kröfur til málfars, samanber hæfnisprófið sem flestir fréttamenn þurfa að ná til að fá vinnu á fjölmiðlunum.
The main purpose of this final project is to look at the use of Icelandic language in Icelandic media. The goal was to answer the questions of whether those who work in the media are conscious about the written language and to look at what demands are in use with regard to
use of language in the media. The developement of the Icelandic language is tracked and I also try to answer the question about what constitutes a good text. The history of Ríkisútvarpið, Morgunblaðið and Vísir is tracked, and we also look at if there have been any policy changes in those medias. There are five interviews in the essay. The conclusion of this project is that the Icelandic media makes great demands with regard to the language in their media. Those who work in the media are working under a lot of pressure, and sometimes at a speed so fast that there is no time to proofread the news before publishing.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Allt er breytingum háð - skemman.pdf | 593.33 kB | Open | Heildartexti | View/Open |