Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27886
Með ört stækkandi hóp aldraðra í samfélaginu þarf að huga að vellíðan og bættum lífsgæðum á efri árum. Þrátt fyrir að margar kenningar hafi verið settar fram hefur ekki ein viðurkennd skilgreining fundist á hugtakinu farsæl öldrun. Markmið rannsóknarinnar var að kanna sýn aldraðra á farsæla öldrun og hvað stuðli að henni. Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir þar sem tekin voru einstaklingsviðtöl við átta einstaklinga á aldrinum 72-95 ára. Niðurstöður leiddu í ljós þrjú yfirþemu og sjö undirþemu. Yfirþemun voru: 1) Virkni, með undirþemun undirbúningur, sjálfstæði og aðstoð, 2) heilsa, með undirþemun líkamleg heilsa og andleg líðan, 3) félagsleg tengsl með undirþemun fjölskylda og félagsstarf/afþreying. Sýn á farsæla öldrun var mismunandi milli þátttakenda en þó var oft sameiginlegur grundvöllur á viðhorfum þeirra. Líkt og yfirþemun gefa til kynna þá töldu þátttakendur mikilvægustu þættina í farsælli öldrun vera virkni, heilsa og félagsleg tengsl.
Lykilhugtök: Farsæl öldrun, virkni, heilsa, félagsleg tengsl, aldraðir
With the older population rapidly growing the importance of well-being and good quality of life for the elderly rises. Even though many theories have surfaced there is not one universal agreement on the definition of successful aging. The objective of this study was to examine what perspective elders have on successful aging and what would contribute to achieving it. Qualitative research methods were used and individual interviews were conducted with a sample of 8 individuals aged 72-95. Three primary themes were identified with seven sub themes as key to successful aging. The primary themes were 1) Activity, with the sub themes preparation, independence and accepting help. 2) Health, with the sub themes physical health and mental health. 3) Social relation, with the sub themes family and social activity/recreation. Even though participants perspectives varied a common ground was found on their views. Like the primary themes indicate participants thought that activity, health and social relations would play the most important role in successful aging.
Key terms: Successful aging, activity, health, social relation, elderly
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Farsæl öldrun - Lokaútgáfa.pdf | 742,73 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |