is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27887

Titill: 
  • Staðalímyndir geðraskana í fjölmiðlum : birta fjölmiðlar raunsæja eða smánandi mynd af fólki með geðröskun?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að sýna birtingarmynd fjölmiðla af fólki sem stríðir við geðröskun einkum hvernig fólk með alvarlega geðröskun er birt í kvikmyndum.
    Geðheilsa skiptir miklu máli fyrir velferð fólks og það geta allir upplifað vandamál tengd henni á lífsleiðinni. Þess vegna er mikilvægt að auka þekkingu á ýmsum áhrifavaldandi þáttum sem tengjast geðheilsuvandamálum. Einn megintilgangur ritgerðarinnar er að skoða hvort fjölmiðlar birta raunsæja eða lítillækkandi mynd af fólki með geðröskun. Geðheilsa og geðvandamál verða skoðuð með áherslu á geðklofa. Fyrirbærið smán verður skilgreint og hvaða áhrif hún getur haft á einstaklinga og samfélög. Greint verður frá niðurstöðum fyrri rannsókna sem hafa fjallað um birtingarmynd geðraskana í fjölmiðlum og þær ræddar. Að lokum eru greindar þrjár kvikmyndir þar sem aðalpersónan túlkar einstakling með geðklofa og þær innihaldsgreindar út frá faglegum skilgreiningum. Niðurstöður gefa til kynna að í kvikmyndum birtast ákveðnar staðalímyndir af einstaklingum með alvarlega geðröskun. Sumar eru neikvæðar og leiða til ranghugmynda og smánar á meðan aðrar eru raunsæjar og dreifa jákvæðum boðskap.

  • Útdráttur er á ensku

    The main objective of this thesis is to show how the media portrays people suffering from a mental disorder, especially how people with a severe mental disorder are shown in films. Mental health is important for people's welfare, and everyone can experience mental health problems in their lives. Therefore, it is important to increase knowledge of various influencing factors related to mental health problems. An important purpose of this thesis is to examine whether the media publishes a realistic or stigmatizing image of people with mental disorders. Mental health and mental health problems will be examined with a special focus on schizophrenia. Stigma will be defined and what impact it may have on individuals and communities. The findings of previous studies, which discuss the portrays of mental disorders in the media, are discussed. Finally, three films are analyzed where the main character interpreters a person with schizophrenia and the contents are defined by professional definitions. Results indicate that people with a severe mental disorder are stereotyped in films. Some are negative and lead to misconceptions and shame while others are realistic and spread positive messages.

Samþykkt: 
  • 6.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27887


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Staðalímyndir geðraskana í fjölmiðlum.pdf455.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna