Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27888
Samfélagsmiðlar hafa í gegnum tíðina orðið mun meira heldur en svæði til að hafa samband við gamla vini og fjölskyldu. Frá því að mynda sitt eigið almannarými innan hins stafræna heims til þess að virka sem burðarás fyrir byltingar á netinu og aðstoða við að leita að og finna týnt fólk, hafa samfélagsmiðlar sannað mikilvægi sitt í samfélaginu. Sér í lagi er það myllumerkið (e.hashtag) sem leikur nauðsynlegt hlutverk og hefur það mikla þýðingu fyrir aktivisma á netinu, aðstoð við mannshvörf og mótun almannarýmisins.
Þessi ritgerð rýnir í þessi hlutverk sem samfélagsmiðlar og myllumerkið hafa innan samfélagsins með því að greina breytingarnar sem hafa orðið á almannarýminu á gervihnattaröld og merkingu myllumerkisins til aktívisma. Auk þess greinir ritgerðin notendahegðun þegar kemur að því að taka þátt í aktívísma á netinu, eða „slacktivisma" og reynir að komast að því hvaða hvatir liggja að baki þess að taka þátt í aktívisma sem mögulega er gagnslaus. Með því að greina nokkur mismunandi mál er kafað dýpra í meiningu myllumerkisins innan aktívismans og kannað hversu hjálplegur slacktivismi getur verið. Niðurstöður heimildavinnu og upplýsinga úr greiningartæki á netinu gefa til kynna að notkun myllumerkisins er mikilvæg herförum á netinu og oftar en ekki færast þær af skjánum og á göturnar. Í þeim tilfellum er tilgangurinn að breyta hugsunarhætti innan samfélagsins. Þar að auki gefa niðurstöðurnar til kynna að hvatinn á bakvið að taka þátt í „slacktivisma" er tvíþættur. Annars vegar tekur fólk þátt til að bæta upp fyrir eitthvað siðferðislega rangt úr fortíðinni eða slæma hegðun og hinsvegar sýna niðurstöðurnar fram á að hjarðhegðun á lítinn sem engan þátt í þátttöku almennings.
Lykilhugtök: Samfélagsmiðlar, Twitter, myllumerki, slacktivism, activism, almannarými
Social media has through the years become much more than platforms to connect with old friends and family. From forming their own public sphere within the digital world to working as a backbone to online revolutions and help finding missing persons, social networks have become highly relevant to today's society. The hashtag in particular plays a meaningful role on social media and it holds a great significance to online activism, finding missing persons and shaping the digital public sphere.
This thesis focuses on the part social media and the hashtag has to play in modern society by analyzing the changes on the public sphere in the digital age and the significance the hashtag holds to online activism. Including that, the thesis also analyses user behavior when it comes to partaking in online activism or "slacktivism" and tries to understand what urges lie behind participating in activism that might be useless. By analyzing a few different topics, a deeper meaning is found behind the hashtag within this type of activism. Results from researching and information from online analyzing tools, suggest that the usage of the hashtag is highly important to online campaigns. More often than not those campaigns move away from the screens and on to the streets, with the purpose of changing the way of thinking within a society. Moreover, the results argue that the urges behind participating in "slacktivism" is two fold. On one hand people include themselves to right a former wrong in order to balance out their own moral compass, and on the other hand it shows that herd behavior has nothing or little to do with the public's participation.
Key terms: Social media, Twitter, hashtag, slacktivism, activism, public sphere
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
VeronikaRutHaralds_BA_loka.pdf | 885,84 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |